Höttur skellti toppliðinu: Gátum loks stillt upp sterkasta liðinu
Höttur vann annan sigur sinn í sumar þegar liðið varð hið fyrsta til að vinna topplið Njarðvíkur í annarri deild karla 0-3 í gær. Þjálfarinn vonast til að ólukkan sem elt hafi liðið í sumar sé nú á förum.
Draumabyrjun Einherja: Fullt hús stiga
Einherji er í efsta sæti þriðju deildar karla í knattspyrnu eftir að hafa unnið fyrstu fjóra leiki sína og er eina liðið í efstu fjórum deildum Íslandsmóts karla í knattspyrnu sem státar af þeim árangri. Árangurinn er enn merkilegri í ljósi þess að vart er hægt að ná öllum hópnum saman fyrr en um miðjan júní.
Stytti fríið með fjölskyldunni til að geta hjólað með Hjólakrafti
Einn Austfirðingur var meðal þeirra rúmlega hundrað liðsmanna Hjólakrafts í hjólakeppni Wow sem fengu kjötsúpu á Egilsstöðum í gærkvöldi. Hraustlegir vindar hafa gert hjólafólkinu erfitt fyrir.Knattspyrna: Leiknir vann sinn fyrsta leik með að skella toppliðinu
Leiknir Fáskrúðsfirði náði á laugardag í sinn fyrsta sigur í fyrstu deild karla í knattspyrnu á þessu sumri þegar liðið vann Fylki, sem fyrir helgina var ósigrað í efsta sæti deildarinnar 3-1. Þjálfarinn segir breytingar sem gerðar hafi verið á liðinu að undanförnu vera að skila sér.
Stelpugolf: „Á vellinum ræður núvitundin ríkjum“
„Það hallar á konur, það er staðreynd. Það eru 20 börn að æfa golf hér á Reyðafirði og kannski bara þrjár stelpur sem byrja sumarið en aðeins ein til tvær sem endast,“ segir Sunna Reynisdóttir í Golfklúbbi Fjarðabyggðar, en Stelpugolf, samstarfsverkefni GSÍ og PGA verður haldið á Kolli, golfvellinum á Reyðarfirði á mánudaginn.„Stóð stoltur með hönd á hjarta“
„Þetta var alveg geggjað allt saman, þarna var maður að sjá íþróttafólk sem maður annars sér bara í sjónvarpinu. Ég hef ekki skemmt mér eins vel í bogfimi síðan ég byrjaði að æfa,“ segir Haraldur Gústafsson, en hann hlaut bronsverðlaun ásamt liðsfélögum sínum í keppni í sveigboga á 70 metra færi á Smáþjóðaleikunum í San Marínó í byrjun júní.Erfitt að halda úti öflugu liði án þess að eiga heimavöll
Litlar líkur virðast á að spilað verði á Seyðisfjarðarvelli í sumar. Fyrirliði Hugins kallar eftir að skoðaðir verði vallarkostir í bænum þannig að liðið geti spilað þar og æft.
Knattspyrna: Huginn fékk bestu færin í markalausum leik
Höttur og Huginn gerðu markalaust jafntefli þegar liðin mættust í annarri deild karla í knattspyrnu á Vilhjálmsvelli á föstudagskvöld. Gestirnir frá Seyðisfirði réðu ferðinni í fyrri hálfleik en náðu ekki að nýta færin.