Þróttur Neskaupstað þarf aðra tilraun til að verða bikarmeistari karla í blaki eftir að hafa tapað 1-3 fyrir KA í úrslitaleik í dag. Þrótturum gekk illa að ráða við Piotr Kempisty sem var valinn maður leiksins.
Þróttur háir harða baráttu við KA um þriðja sætið í úrvalsdeild karla í blaki. Liðið vann tvo góða sigra á sameiginlegu liði Þróttar Reykjavíkur og Fylkis í Neskaupstað um helgina.
Þróttur er kominn í efsta sætið í úrvalsdeild kvenna eftir leiki helgarinnar og frábært gengi frá áramótum. Karlaliðið Þróttar tryggði sér sæti í undanúrslit bikarkeppninnar.
Keppendur UÍA komu heim með þrjá íslandsmeistaratitla í þrístökki í farteskinu af Meistaramóti Íslands í frjálsun íþróttum í flokki 15-22 ára sem fram fór í Reykjavík í febrúar.
Eysteinn Bjarni Ævarsson átti stórleik í síðasta heimaleik Hattar í úrvalsdeild karla að sinni. Liðið tapaði fyrir Þór Þorlákshöfn 93-104 í gærkvöldi en ljóst var fyrir leikinn að liðið væri fallið.
Í fyrsta sinn í sögu blakdeildar Þróttar leika bæði karla- og kvennalið félagsins til úrslita í bikarkeppninni. Liðin unnu lið Stjörnunnar í undanúrslitum í gær.