Blaklið Þróttar byrja veturinn vel. Kvennaliðið vann Stjörnuna í Neskaupstað og karlaliðið lagði Íslandsmeistara HK á laugardaginn en Kópavogsliðið vann fyrri leikinn á föstudag.
Þátttakendum í hreyfiátaki Heilsugæslunnar á Egilsstöðum fjölgaði um helming í tilefni Hreyfiviku á Fljótsdalshéraði. Læknir við heilsugæsluna segir mikla vakningu hafa orðið á undanförnum árum um gildi hreyfingar til að fyrirbyggja og meðhöndla sjúkdóma.
Sabína Steinunn Halldórsdóttir, sendifulltrú hreyfiverkefnisins Move Week á Íslandi, segir gaman að upplifa þá jákvæðni sem ríki á Fljótsdalshéraði gagnvart verkefninu. Hún segir skipuleggjendur hafa sett metnað í vikuna og gert verkefnið mjög sýnilegt.
Þróttur er í efsta sæti Mikasa deildar karla í blaki eftir tvo sigra á Aftureldingu um helgina. Körfuknattleikslið Hattar tapaði fyrir Breiðabliki í fyrstu umferð fyrstu deildar karla.
Félagar í Örvari, íþróttafélagi fatlaðra á Fljótsdalshéraði, hittast tvisvar í viku í íþróttahúsinu í Fellabæ til að æfa boccia. Æfingin í gær var öllum opin í tilefni Hreyfivikunnar.
Nemendur í skólum Fljótsdalshéraðs riðu á vaðið í Hreyfiviku í morgun. Nemendur í þremur elstu árgöngum leikskólans Tjarnarskógar á Egilsstöðum byrjuðu morguninn á léttri hreyfingu á Vilhjálmsvelli.