Körfubolti: Úrslitakeppni Hattar lauk í framlengingu gegn Val - Myndir

Leiktíðinni er lokið hjá körfuknattleiksliði Hattar eftir tap gegn Val í fjórða leik liðanna í átta liða úrslitum Íslandsmóts karla. Valur vann 97-102 eftir framlengdan leik. Valsliðið var yfir allan tímann en Höttur jafnaði í lok venjulegs leiktíma og knúði fram framlengingu.

Lesa meira

Hrefna Lára Zoëga bikarmeistari í alpagreinum skíða

Hrefna Lára Zoëga varð um síðustu helgi bikarmeistari í flokki stúlkna 14-15 ára í alpagreinum skíða. Lið UÍA, sem er sameiginlegt frá Skíðafélaginu í Stafdal og Skíðafélagi Fjarðabyggðar, varð í þriðja sæti yfir veturinn.

Lesa meira

Körfubolti: David Ramos í þriggja leikja bann

David Guardia Ramos, leikmaður körfuknattleiksliðs Hattar, hefur verið úrskurðaður í þriggja leikja bann fyrir að hafa sparkað í leikmann Vals í leik liðanna í úrslitakeppni Íslandsmóts karla síðasta fimmtudagskvöld.

Lesa meira

Austfirðingar sigursælir í Íslandsglímunni

Þórður Páll Ólafsson er nýr glímukóngur Íslands og Marín Laufey Davíðsdóttir glímudrottning. Þau búa bæði á Reyðarfirði þótt Þórður Páll glími fyrir UÍA og Marín Laufey fyrir HSK.

Lesa meira

Körfubolti: Höttur í seilingarfjarlægð frá Val þar til í lokin

Deildarmeistarar Vals eru aftur komnir með yfirhöndina í viðureignum liðsins við Hött í úrslitakeppni Íslandsmóts karla í körfuknattleik eftir 94-74 sigur í þriðja leik liðanna á Hlíðarenda í gærkvöldi. Höttur var í miklum villuvandræðum í leiknum en var alltaf í seilingarfjarlægð þar til í síðasta leikhluta.

Lesa meira

Knattspyrna: Höttur/Huginn fær Fylki í heimsókn

Höttur/Huginn fær úrvalsdeildarlið Fylkis í heimsókn í 32ja liða úrslitum bikarkeppni karla í knattspyrnu. Liðið tryggði sér sæti þar með sigri á Völsungi um helgina meðan KFA tapaði fyrir Þór Akureyri. FHL lauk keppni í Lengjubikar kvenna með sigri.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar