Vopnfirðingurinn Dylian Kolev komst um helgina í úrslit á alþjóðlegu móti í pílukasti sem haldið var í Færeyjum. Hann var nýverið valinn inn í íslenska landsliðið sem keppir á Norðurlandamótinu í maí. Árangur Kolev vekur síst athygli þar sem tiltölulega er skammt síðan hann byrjaði að stunda íþróttina.
Einherji náði í sinn fyrsta sigur í Lengjudeild kvenna á þessari leiktíð þegar liðið vann Augnablik 2-0 um helgina. Höttur/Huginn gerði 2-2 jafntefli við Völsung í Lengjudeild karla en KFA vann Kormák/Hvöt 0-3.
Alvar Logi Helgason frá Egilsstöðum tók síðasta haust þátt í heimsmeistaramóti unglinga í kraftlyftingum. Hann bætti þar Íslandsmetið í bekkpressu, fáeinum mánuðum eftir að hann byrjaði að stunda íþróttina.
Þrír iðkendur úr Hrafnkeli Freysgoða á Breiðdalsvík tóku þátt í Íslandsmótinu í karate um síðustu helgi. Þetta er í fyrsta sinn sem félagið sendir keppendur á Íslandsmót fullorðinna og þeir komu ekki tómhentir heim.
Kvennalið Þróttar vann sig upp um tvö sæti í krossspili úrvalsdeildar kvenna fyrir úrslitakeppnina. Þetta var ljóst eftir að Þróttur vann Þrótt Reykjavík 3-2 syðra um helgina.
Kvennalið Þróttar í blaki tapaði í gær fyrir Völsungi, 3-2 eftir oddahrinu í úrvalsdeild kvenna í blaki en leikið var á Húsavík. Þróttur á enn ágæta möguleika á að vinna sig upp um sæti áður en kemur að úrslitakeppninni.
Höttur er hársbreidd frá því að komast í úrslitakeppni úrvalsdeildar karla í körfuknattleik í fyrsta sinn í sögu félagsins eftir 93-68 sigur á Haukum á Egilsstöðum í gærkvöld.