

Fótbolti: Þrjú í unglingalandsliðunum
Þrír leikmenn Hattar hafa síðustu daga verið valdir til æfinga með ungmennalandsliðunum í knattspyrnu.
Birna Jóna heldur áfram að bæta Íslandsmet
Birna Jóna Sverrisdóttir, sleggjukastari úr Hetti, tvíbætti nýverið Íslandsmet sitt með 4 kg sleggju í flokki 15 ára stúlkna.
Blak: Fyrsti sigur Þróttar í vetur
Kvennalið Þróttar vann sinn fyrsta leik í vetur þegar það lagði Aftureldingu í oddahrinu á laugardag. Karlaliðið tók líka á móti Mosfellsbæjarliðinu en tapaði að sama skapi í oddahrinu.
Setti heimsmet á Leginum
Bretinn David Haze setti nýverið sitt áttunda heimsmet á róðrarbretti þegar hann réri eftir Leginum um miðjan október. Róðurinn reyndi verulega á þar sem vindurinn snerist á miðri leið.
Blak: Karlaliðið náði í stig gegn KA
Karlalið Þróttar náði í stig með að knýja fram oddahrinu þegar liðið lék gegn KA á Akureyri í úrvalsdeildinni í blaki um helgina. Kvennaliðið hélt líka norður og sótti í sig veðrið þegar á leið leik.
Telja tíma kominn á nýtt íþróttahús
Foreldrar barna á Eskifirði telja vænlegra að byggja nýtt íþróttahús á staðnum frekar en lappa upp á núverandi aðstöðu sem verið hefur til mikilla vandræða að undanförnu, einkum vegna leka. Kallað er eftir aðgerðum til að tryggja að heilsu barna sé ekki ógnað í húsinu. Sveitarfélagið segir vatnslagnir í veggjum hafa gefið sig.
Stirðleiki í áratug milli Hattar og Körfuknattleikssambandsins
Á ýmsu hefur gengið í samskiptum körfuknattleiksdeildar Hattar við Körfuknattleikssamband Íslands (KKÍ) undanfarin áratug. Bæði hafa Hattarar verið ósáttir við reglur um erlenda leikmenn auk þess sem aðkomulið hafa skrópað í leiki á Egilsstöðum án haldbærra skýringa.