


Setti brautarmet á Tour de Ormurinn
„Þetta var aðeins öðruvísi en ég átti von á því ég gerði ráð fyrir að við myndum hjóla hratt allan tímann og þetta yrði dálítið samvinna en svo fékk ég góða keppni frá frönskum hjólreiðamanni sem var mjög sterkur og við vorum að reyna að slíta okkur frá hvor öðrum,“ segir Þorbergur Ingi Jónsson, sem setti brautarmet í hjólreiðakeppninni Tour de Ormurinn sem fram fór fyrir skömmu.

Spila bridge til minningar um Skúla Sveins
Tæplega þrjátíu pör eru mætt til Borgarfjarðar eystra þar sem bridgemót til minningar um Skúla Sveinsson verður haldið um helgina. Í bland við spilamennskuna verða sagðar sögur af Skúla.
Fótbolti: Einherji kominn með annan fótinn í þriðju deildina
Lið Einherja í fjórðu deild karla í knattspyrnu er komið með annan fótinn í þriðju deild að ári eftir 1-5 stórsigur á Ými í fyrri leik liðanna í undanúrslitum. Knattspyrnufélag Austfjarða er öruggt með áframhaldandi veru sína í annarri deild.
Fótbolti: Einherji í góðri stöðu eftir fyrsta umspilsleik
Karlalið Einherja er í góðri stöðu eftir 0-3 sigur á Árborg í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum fjórðu deildar karla í knattspyrnu. KFA náði í mikilvæg stig í botnbaráttu annarrar deildar meðan Ægir stöðvaði sigurgöngu Hattar/Hugins.
Þrjár að austan í blaklandsliðinu
Þrír leikmenn, aldir upp í Þrótti í Neskaupstað, eru í íslenska kvennalandsliðinu sem tekur þátt í undankeppni Evrópumótsins.
Fótbolti: Einherji örugglega í undanúrslit
Lið Einherja er komið í undanúrslit fjórðu deildar karla í knattspyrnu eftir 5-0 sigur á Árborg í tveimur leikjum í átta liða úrslitum.
Fótbolti: Níu leikir í röð án ósigurs hjá Hetti/Huginn
Lið Hattar/Hugins í annarri deild karla í knattspyrnu hefur nú leikið níu leiki í röð án ósigurs meðan lið Knattspyrnufélags Austfjarða er komið leiðinlega nærri fallsvæðinu.