Frábærar tíu mínútur í byrjun seinni hálfleiks færðu KFA sigur á Hetti/Huginn þegar liðin mættust í nágrannaslag í sjöundu umferð annarrar deildar karla í knattspyrnu í gærkvöldi.
FHL er úr leik í bikarkeppni kvenna í knattspyrnu eftir 3-2 tap fyrir úrvalsdeildarliði FH í Hafnarfirði í gær. Í annarri deild karla vann Höttur/Huginn sinn fyrsta leik.
Lið FHL í Lengjudeild kvenna í knattspyrnu náði jafntefli gegn Selfossi í gær í fyrstu umferð Íslandsmótsins. KFA vann Þrótt Vogum í fyrstu umferð annarrar deildar karla meðan Höttur/Huginn tapaði illa fyrir Haukum.
FHL sigraði nýliða ÍA 4-3 í leik liðanna í Lengjudeild kvenna í knattspyrnu. KFA og Höttur/Huginn gerðu jafntefli í sínum leikjum í annarri deild karla en kvennalið Einherja tapaði fyrir KR í fyrsta leik sínum í annarri deild kvenna.
Lið FHL úr næst efstu deild kvenna í knattspyrnu dróst á móti efstu deildarliði FH í 16 liða liða úrslitum bikarkeppninnar. FHL komst þangað með að vinna Einherja frá Vopnafirði í leik á Akureyri. Íslandsmótið byrjar svo hjá FHL um helgina.
Einherji hitti á frábæran dag þegar liðið tók á móti ÍH, sem var í efsta sæti annarrar deildar kvenna, síðasta föstudag. Vopnafjarðarliðið vann leikinn 8-0.
Drengir í 10. flokki Hattar standa í kvöld fyrir körfuboltamaraþoni þar sem þeir spila stanslaust í átta tíma. Það er haldið til að safna fyrir æfingaferð til Spánar í júní.
Ungir menn úr Ungmennafélaginu Þristi undirbúa uppsetningu keppnisvallar í fullri stærð, með 18 holum, fyrir frisbígolf í Selskógi. Þeir segja birkiskóginn geta verið erfiðan viðfangs en um leið gera völlinn einstakan.