


Bjórdós kastað í stuðningsfólk Vals
Stuðningsmanni Hattar var hent út af leik liðsins gegn Val í undanúrslitum bikarkeppni karla í körfuknattleik í gærkvöldi fyrir óspektir. Leitað verður á áhorfendum á úrslitaleikjum helgarinnar eftir að bjórdós, sem kastað var frá stuðningsfólki Hattar, hæfði barn í hópi Valsara.
Körfubolti: Ekkert breytt út af venjunni í undirbúningnum
Allir leikmenn Hattar eru heilir og klárir fyrir kvöldið þegar spilar í fyrsta sinn í undanúrslitum bikarkeppni karla í körfuknattleik þegar liðið mætir Íslandsmeisturum Vals.
Körfubolti: Sérstakt að spila gegn sínum bestu vinum
Það fór ekki svo að Egilsstaðabúar eignuðust ekki bikarmeistara í körfuknattleik þótt Höttur féll úr leik í undanúrslitum gegn Val. Í liði mótherjanna var fyrrverandi fyrirliði Hattar, Brynjar Snær Grétarsson og hann gat leyft sér að fagna þegar Valur vann Stjörnuna í úrslitaleiknum um helgina.
Körfubolti: Fá svör við frábærum varnarleik Vals
Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari karlaliðs Hattar, segir það hafa verið vonbrigði að eiga ekki betri dag þegar liðið tapaði 47-74 fyrir Val í undanúrslitum bikarkeppni karla í körfuknattleik í gærkvöldi. Þegar á hólminn hafi verið komið hafi hvorki þjálfara né leikmenn átt svör við frábærri vörn Vals.
„Egilsstaðir – Fjós allt í kringum mig“
Skotið er á borgarstjóra en fjósalyktinni hampað í sérstöku stuðningsmannalagi Hattar sem gefið hefur verið út fyrir úrslitakeppni bikarkeppninnar í körfuknattleik karla. Höttur spilar þar í fyrsta sinn og mætir Val á morgun í undanúrslitum.
Stórmótin glæða áhuga krakkanna á handboltaæfingum
Valur Reyðarfirði er eina austfirska íþróttafélagið sem býður upp á reglulega handknattleiksæfingar. Þjálfari segir þátttökuna góða og vonast til að nýhafið heimsmeistaramót auki áhugann enn frekar.
Körfubolti: Stúkan hvít en stigaskorið rautt
Höttur er úr leik í bikarkeppni karla í körfuknattleik eftir 47-74 tap fyrir Val í undanúrslitum keppninnar í Laugardalshöll í kvöld. Stuðningsfólk Hattar setti vel svip sinn á leikinn.