Tveir bikarleikir í blaki fóru fram um helgina þar sem lið Þróttar Fjarðabyggðar kepptu um sæti í undanúrslitum Kjörísbikarsins. Karlalið Þróttar keppti við KA og tapaði 3-1 og fer því ekki lengra í bikarkeppninni þetta árið. Kvennaliðið mætti liði Blakfélags Hafnarfjarðar, liði úr 2. deild, sem komst áfram í bikarnum. Þróttur vann öruggan sigur 0-3 og eru komnar áfram í undanúrslit bikarkeppninnar. Undanúrslitin og úrslitin fara fram á bikarhelgi Kjörísbikarsins 9.-12. Mars í Digranesi.
Jóna Guðlaug Vigfúsdóttir er ein mesta afrekskona Íslands í blaki. Hún er fædd og uppalin í Neskaupstað og Þróttur Nes eina íslenska liðið sem hún hefur spilað með. Eftir að hafa spilað blak í 20 ár víða um Evrópu hefur hún ákveðið að leggja skóna á hilluna.
Snædís Snorradóttir, nýr verkefnastjóri upplýsinga- og kynningarmála hjá Múlaþingi, hefur skíðað víða um heim en telur austfirsku skíðasvæðin engu að síður vera meðal þeirra bestu sem hún hafi komist í tæri við.
Höttur er komið í hóp fjögurra liða sem eru jöfn inn í síðustu sætin í úrslitakeppni úrvalsdeildar karlar í körfuknattleik eftir sigur á Stjörnunni í Garðabæ á föstudagskvöld. Úrslitin réðust í framlengingu þar sem Höttur spilaði frábærlega.
Í gær fóru fram tveir leikir í úrvalsdeild karla og kvenna í blaki í Neskaupstað. Leikirnir áttu að fara fram á laugardaginn en þeim var frestað vegna veðurs. Karlalið Þróttar Fjarðabyggðar tók á móti liði Stálúlfs og unnu leikinn 3-0 með yfirburðum. Kvennalið Þróttar Fjarðabyggðar tók á móti liði Álftanes sem var fyrir leikinn í öðru sæti deildarinnar en leikurinn endaði í oddahrinu og fór 3-2 fyrir Álftanes.
Bæði karla- og kvennalið Þróttar Fjarðabyggðar keppa í 8-liða úrslitum Kjörísbikarsins um helgina. Karlalið Þróttar Fjarðabyggðar mætir liði KA á útivelli. Kvennaliðið mætir Blakfélagi Hafnarfjarðar, liði úr neðri deild, einnig á útivelli.
Höttur vann KR í gærkvöldi 82-81 í úrvalsdeild karla í körfuknattleik. Sigurinn var mikilvægur Hetti í baráttunni um bæði að forðast fall og komast í úrslitakeppni.