


Fara af stað með heilsueflingu fyrir eldri íbúa í Fjarðabyggð
Janus Guðlaugsson, doktor í íþróttafræðum og Fjarðabyggð fara í ágúst af stað með verkefni sem ætlað er til að efla heilsu íbúa þar sem orðnir eru 65 ára og eldri. Vonast er til að hægt sé að tryggja fólki betra líf um leið og fjármunir verða sparaðir í heilbrigðisþjónustu með forvörnum.
Fótbolti: Góð helgi hjá austfirsku liðunum
KFA og Höttur/Huginn unnu bæði leiki sína í annarri deild karla í knattspyrnu um helgina, Fjarðabyggð/Höttur/Leiknir náði í þrjú stig í Lengjudeild kvenna og Einherji raðaði inn sjö mörkum í fjórðu deild karla.
Áslaug Munda fékk hálftíma í lokaleiknum
Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir frá Egilsstöðum spilaði rúmlega 30 mínútur í síðasta leik Íslands á Evrópumóti kvenna í knattspyrnu í gærkvöldi. Ísland er úr leik eftir 1-1 jafntefli gegn Frökkum.
Áslaug Munda kom inn á gegn Ítölum
Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir, knattspyrnukona frá Egilsstöðum, kom inn á sem varamaður í 1-1 jafntefli Íslands gegn Ítalíu á Evrópumóti kvenna í knattspyrnu í dag.
Grunnurinn úr blakinu hjá Þrótti nýtist vel í markinu
Telma Ívarsdóttir, einn markvarða íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, er fædd og uppalinn í Neskaupstað og æfði þar blak og fótbolta jöfnum höndum uns fótboltinn varð ofan á er hún flutti suður og gekk til liðs við Breiðablik.
Fótbolti: Höttur/Huginn bjargaði stigum í blálokin
Höttur/Huginn bjargaði stigum gegn Þrótti í leik liðanna í annarri deild karla á laugardag með tveimur mörkum í blálokin. Einherja vantar eitt stig til að tryggja sér öruggt sæti í úrslitakeppni fjórðu deildar karla.
Loka snemma út af EM
Afgreiða Sparisjóðs Austurlands í Neskaupstað lokar snemma í dag vegna leiks Íslands og Ítalíu á Evrópumóti kvenna í knattspyrnu. Sparisjóðsstjórinn segir mikinn áhuga í bænum fyrir mótinu enda tveir einstaklingar úr liðinu þaðan.