Höttur jafnaði stöðu sína í einvíginu gegn Val, í átta liða úrslitum Íslandsmóts karla í körfuknattleik, þegar liðið vann annan leik liðanna á Egilsstöðum 84-77. Höttur var yfir allan tímann og sýndi mikla baráttu.
Smíðaðar verða sérstakar stúkur í íþróttahúsið á Egilsstöðum til að koma öllum áhugasömum áhorfendum fyrir á leik Hattar og Vals í úrslitakeppni Íslandsmóts karla í körfuknattleik. Dagskrá fyrir stuðningsfólk hefst utan við húsið þremur tímum fyrir leik.
Tímabilinu er lokið hjá meistaraflokksliðum Þróttar í blaki eftir ósigra gegn annars vegar KA, hins vegar HK, fyrstu umferð úrslitakeppni Íslandsmótsins um helgina. Kvennaliðið náði fram oddahrinu í sínum leik.
Höttur er kominn í úrslitakeppni Íslandsmóts karla í körfuknattleik í fyrsta sinn eftir 87-82 sigur á Tindastóli á fimmtudag. Höttur snéri leiknum sér í vil á lokamínútunum.
Höttur leikur í kvöld sinn fyrsta leik í úrslitakeppni Íslandsmóts karla í körfuknattleik þegar liðið mætir Val á Hlíðarenda. Þetta er í fyrsta sinn sem Höttur kemst í úrslitakeppnina en þangað hefur liðið stefnt lengi.
Besta skíðafólk Íslands var samankomið í Oddsskarði um helgina þar sem fram fór Bikarmóts Íslands í alpagreinum. Keppendur UÍA skiluðu tvennum verðlaunum í hús.