
Fyrrum landsliðsmaður Kamerún til Hattar/Hugins
Höttur/Huginn hefur samið við Dani Ndi um að spila með félaginu í annarri deild karla í knattspyrnu í sumar. Ndi á að baki landsleiki með Kamerún.
Nýtt íþróttahús Reyðfirðinga vígt á sunnudag
Nýtt íþróttahús á Reyðarfirði verður vígt á sunnudag. Það verður þá tilbúið til íþróttaiðkunar þótt enn sé verið að ganga frá lausum endum.
Körfubolti: Stjörnusigur lyfti Hetti upp í þéttan pakka
Höttur er komið í hóp fjögurra liða sem eru jöfn inn í síðustu sætin í úrslitakeppni úrvalsdeildar karlar í körfuknattleik eftir sigur á Stjörnunni í Garðabæ á föstudagskvöld. Úrslitin réðust í framlengingu þar sem Höttur spilaði frábærlega.Blak: Öruggur sigur og svekkjandi tap í Neskaupstað
Í gær fóru fram tveir leikir í úrvalsdeild karla og kvenna í blaki í Neskaupstað. Leikirnir áttu að fara fram á laugardaginn en þeim var frestað vegna veðurs. Karlalið Þróttar Fjarðabyggðar tók á móti liði Stálúlfs og unnu leikinn 3-0 með yfirburðum. Kvennalið Þróttar Fjarðabyggðar tók á móti liði Álftanes sem var fyrir leikinn í öðru sæti deildarinnar en leikurinn endaði í oddahrinu og fór 3-2 fyrir Álftanes.

Blak: Tveir Austfirðingar bikarmeistarar í blaki í Danmörku
Um síðustu helgi urðu tveir ungir Austfirðingar bikarmeistarar í blaki með liði sínu Marienlyst-Fortuna í bikarkeppninni í Danmörku. Það eru þeir Þórarinn Örn Jónsson og Galdur Máni Davíðsson en báðir hafa spilað með liði Þróttar í Neskaupstað stærstan hluta ferilsins.

Körfubolti: Tuttugu stiga tap á Sauðárkróki
Höttur tapaði í gærkvöldi 109-88 fyrir Tindastóli á Sauðárkróki í úrvalsdeild karla í körfuknattleik. Höttur sá ekki til sólar í seinni hálfleik.
Körfubolti: Mikilvægur sigur á KR í þéttri baráttu
Höttur vann KR í gærkvöldi 82-81 í úrvalsdeild karla í körfuknattleik. Sigurinn var mikilvægur Hetti í baráttunni um bæði að forðast fall og komast í úrslitakeppni.
Blak: Mikil barátta í heimaleikjum helgarinnar
Á laugardaginn síðastliðinn tóku lið Þróttar Fjarðabyggðar á móti KA í tveimur æsispennandi heimaleikjum í úrvalsdeildum kvenna og karla í blaki. Fyrir leikinn voru lið KA sigurstranglegri en lið Þróttar mættu ákveðinn til leiks og gáfu ekkert eftir. Karlaleikurinn var spennandi og mikil barátta um stigin en Þrótturum tókst að tryggja sér sigur er leiknum lauk 3-1 og nældu sér í mikilvæg 3 stig. Kvennaleikurinn endaði í 5 hrinum, og endaði leikurinn 2-3 KA konum í vil. Þróttarstúlkur fengu því 1 stig úr leiknum og KA stúlkur fengu 2 stig með sér heim.