Blak: Vestri reyndist sterkari í oddahrinunni

Karlalið Þróttar tapaði sínum fyrsta leik á leiktíðinni í úrvalsdeildinni í blaki þegar Vestri frá Ísafirði kom í heimsókn á laugardag. Oddahrinu þurfti til að knýja fram úrslitin í hörkuleik.

Lesa meira

Mokar snjóinn til að geta kastað sleggjunni

Birna Jóna Sverrisdóttir afrekskona í frjálsum íþróttum hefur stundað þær frá unga aldri. Hún er í dag margfaldur Íslandsmethafi í sleggjukasti en hennar síðasta met sló hún sló hún á Sumarhátíð UÍA með kasti upp á 42.07 sm. með 4 kg sleggju. Birna Jóna leggur mikið á sig fyrir íþróttina og nýtur til þess mikils stuðnings frá foreldrum sínum.

Lesa meira

Körfubolti: Tap í fyrsta úrvalsdeildarleiknum

Höttur tapaði sínum fyrsta leik í úrvalsdeild karla í körfuknattleik 98-92 gegn Haukum í nýliðaslag í Hafnarfirði á föstudagskvöld. Haukarnir snéru leiknum á tveimur mínútum í byrjun seinni hálfleiks.

Lesa meira

Kom í sláturhúsið en reyndist liðtækur í fótbolta

Tveir Moldóvar, Serghei Diulgher og Maxim Iurcu, hafa í sumar spilað með Einherja sem í síðustu viku vann sér á ný sæti í þriðju deild karla í knattspyrnu. Atvinnutækifæri drógu þá báða til Íslands en fram að því höfðu þeir verið atvinnumenn í knattspyrnu í heimalandinu.

Lesa meira

Körfubolti: Njarðvík öflugri á lokasprettinum

Höttur tapaði sínum öðrum leik í úrvalsdeild karla í körfuknattleik í vetur þegar það beið lægri hlut gegn Njarðvík 86-91 á heimavelli í gærkvöldi. Seinni hálfleikur var jafn en Njarðvíkingar sigu fram úr síðustu mínútuna.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.