Blak: Jóna Guðlaug Vigfúsdóttir leggur skóna á hilluna

Jóna Guðlaug Vigfúsdóttir er ein mesta afrekskona Íslands í blaki. Hún er fædd og uppalin í Neskaupstað og Þróttur Nes eina íslenska liðið sem hún hefur spilað með. Eftir að hafa spilað blak í 20 ár víða um Evrópu hefur hún ákveðið að leggja skóna á hilluna.

Lesa meira

Körfubolti: Stjörnusigur lyfti Hetti upp í þéttan pakka

Höttur er komið í hóp fjögurra liða sem eru jöfn inn í síðustu sætin í úrslitakeppni úrvalsdeildar karlar í körfuknattleik eftir sigur á Stjörnunni í Garðabæ á föstudagskvöld. Úrslitin réðust í framlengingu þar sem Höttur spilaði frábærlega.

Lesa meira

Blak: Öruggur sigur og svekkjandi tap í Neskaupstað

Í gær fóru fram tveir leikir í úrvalsdeild karla og kvenna í blaki í Neskaupstað. Leikirnir áttu að fara fram á laugardaginn en þeim var frestað vegna veðurs. Karlalið Þróttar Fjarðabyggðar tók á móti liði Stálúlfs og unnu leikinn 3-0 með yfirburðum. Kvennalið Þróttar Fjarðabyggðar tók á móti liði Álftanes sem var fyrir leikinn í öðru sæti deildarinnar en leikurinn endaði í oddahrinu og fór 3-2 fyrir Álftanes.

Lesa meira

Blak: Tveir Austfirðingar bikarmeistarar í blaki í Danmörku

Um síðustu helgi urðu tveir ungir Austfirðingar bikarmeistarar í blaki með liði sínu Marienlyst-Fortuna í bikarkeppninni í Danmörku. Það eru þeir Þórarinn Örn Jónsson og Galdur Máni Davíðsson en báðir hafa spilað með liði Þróttar í Neskaupstað stærstan hluta ferilsins.

Lesa meira

Blak: Mikil barátta í heimaleikjum helgarinnar

Á laugardaginn síðastliðinn tóku lið Þróttar Fjarðabyggðar á móti KA í tveimur æsispennandi heimaleikjum í úrvalsdeildum kvenna og karla í blaki. Fyrir leikinn voru lið KA sigurstranglegri en lið Þróttar mættu ákveðinn til leiks og gáfu ekkert eftir. Karlaleikurinn var spennandi og mikil barátta um stigin en Þrótturum tókst að tryggja sér sigur er leiknum lauk 3-1 og nældu sér í mikilvæg 3 stig. Kvennaleikurinn endaði í 5 hrinum, og endaði leikurinn 2-3 KA konum í vil. Þróttarstúlkur fengu því 1 stig úr leiknum og KA stúlkur fengu 2 stig með sér heim.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.