


Blak: Fjögur frá Þrótti í æfingahópum U-17
Fjórir leikmenn úr Þrótti Neskaupstað hafa verið valdir í úrtakshópa fyrir landslið karla og kvenna 17 ára og yngri í blaki.
Ingvi: Einherji á ekkert heima í neðstu deild
Ingvi Ingólfsson, þjálfari Einherja, var að vonum ánægður eftir að liðið tryggði sér sæti í þriðju deild karla á ný eftir árs fjarveru með 10-3 samanlögðum sigri á Ými í undanúrslitum fjórðu deildar í gærkvöldi.
Mokar snjóinn til að geta kastað sleggjunni
Birna Jóna Sverrisdóttir afrekskona í frjálsum íþróttum hefur stundað þær frá unga aldri. Hún er í dag margfaldur Íslandsmethafi í sleggjukasti en hennar síðasta met sló hún sló hún á Sumarhátíð UÍA með kasti upp á 42.07 sm. með 4 kg sleggju. Birna Jóna leggur mikið á sig fyrir íþróttina og nýtur til þess mikils stuðnings frá foreldrum sínum.
Fjórir á EM í fimleikum
Fjórir iðkendur úr Hetti voru með íslensku unglingalandsliðunum sem kepptu á Evrópumótinu í Lúxemborg um helgina.
Fótbolti: Einherji kominn upp í þriðju deildina – Myndir
Einherji er kominn á ný upp í þriðju deild karla í knattspyrnu eftir 5-2 sigur á Siglingaklúbbnum Ými í seinni leik liðanna í undanúrslitum deildarinnar á Vopnafjarðarvelli í gærkvöldi.
Kom í sláturhúsið en reyndist liðtækur í fótbolta
Tveir Moldóvar, Serghei Diulgher og Maxim Iurcu, hafa í sumar spilað með Einherja sem í síðustu viku vann sér á ný sæti í þriðju deild karla í knattspyrnu. Atvinnutækifæri drógu þá báða til Íslands en fram að því höfðu þeir verið atvinnumenn í knattspyrnu í heimalandinu.
Fótbolti: Einherji vann fjórðu deildina
Einherji er deildarmeistari í fjórðu deild karla eftir 2-1 sigur á Árbæ í úrslitaleik um helgina. Linli Tu, leikmaður Fjarðabyggðar/Hattar/Leiknis varð markadrottning Lengjudeildar kvenna.