


Blak: Vestri reyndist sterkari í oddahrinunni
Karlalið Þróttar tapaði sínum fyrsta leik á leiktíðinni í úrvalsdeildinni í blaki þegar Vestri frá Ísafirði kom í heimsókn á laugardag. Oddahrinu þurfti til að knýja fram úrslitin í hörkuleik.
Mokar snjóinn til að geta kastað sleggjunni
Birna Jóna Sverrisdóttir afrekskona í frjálsum íþróttum hefur stundað þær frá unga aldri. Hún er í dag margfaldur Íslandsmethafi í sleggjukasti en hennar síðasta met sló hún sló hún á Sumarhátíð UÍA með kasti upp á 42.07 sm. með 4 kg sleggju. Birna Jóna leggur mikið á sig fyrir íþróttina og nýtur til þess mikils stuðnings frá foreldrum sínum.
Körfubolti: Höttur í fjórðungsúrslit í annað skiptið
Karlalið Hattar í körfuknattleik tryggði sér á mánudagskvöld sæti í átta liða úrslitum bikarkeppninnar í annað skiptið í sögu félagsins þegar liðið lagði Selfoss á útivelli.
Körfubolti: Tap í fyrsta úrvalsdeildarleiknum
Höttur tapaði sínum fyrsta leik í úrvalsdeild karla í körfuknattleik 98-92 gegn Haukum í nýliðaslag í Hafnarfirði á föstudagskvöld. Haukarnir snéru leiknum á tveimur mínútum í byrjun seinni hálfleiks.
Kom í sláturhúsið en reyndist liðtækur í fótbolta
Tveir Moldóvar, Serghei Diulgher og Maxim Iurcu, hafa í sumar spilað með Einherja sem í síðustu viku vann sér á ný sæti í þriðju deild karla í knattspyrnu. Atvinnutækifæri drógu þá báða til Íslands en fram að því höfðu þeir verið atvinnumenn í knattspyrnu í heimalandinu.
Körfubolti: Njarðvík öflugri á lokasprettinum
Höttur tapaði sínum öðrum leik í úrvalsdeild karla í körfuknattleik í vetur þegar það beið lægri hlut gegn Njarðvík 86-91 á heimavelli í gærkvöldi. Seinni hálfleikur var jafn en Njarðvíkingar sigu fram úr síðustu mínútuna.
Körfubolti: Mikil spenna og eftirvænting fyrir fyrsta leik
Körfuknattleikslið Hattar spilar sinn fyrsta leik í úrvalsdeild karla í körfuknattleik á þessari leiktíð í kvöld. Þjálfari liðsins segir stefnuna setta á úrslitakeppnina.