Þrír frá UÍA keppa fyrir Íslands hönd

Þrír glímuiðkendur frá UÍA koma til með að keppa með landsliðinu í glímu á Evrópumótinu í keltneskum fangbrögðum.

Lesa meira

Viðar Örn: Drullusvekktur en samt stoltur því við gerðum vel

Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, var að vonum svekktur eftir að Hetti mistókst naumlega að skrifa eina af sögum Öskubusku í íslenskan körfubolta með að slá Íslandsmeistara KR út í bikarkeppni karla í gærkvöldi. Vesturbæjarveldið vann í lokin 87-92 eftir að hafa verið undir þegar innan við mínúta var eftir.

Lesa meira

Skólabókardæmi um hvað hægt er að gera

„Við móttökum viðurkenninguna með auðmýkt og stolti,“ segir Magnús Már Þorvaldsson, formaður Ungmennafélagsins Einherja á Vopnafirði, en það hlaut grasrótarviðurkenningu Knattspyrnusambands Íslands fyrir árið 2016 á ársþingi sambansins sem haldið var í Vestmannaeyjum um helgina.

Lesa meira

Körfubolti: Höttur situr einn að toppsætinu

Höttur situr einn að efsta sætinu í fyrstu deild karla í körfuknattleik eftir 70-87 sigur á Fjölni sem verið hefur í öðru sæti í vetur í Grafarvogi á föstudagskvöld. Höttur hafði yfirburði í leiknum.

Lesa meira

Finnur Freyr: Guðslifandi feginn að komast í burtu með sigur

Finni Frey Stefánssyni, þjálfara KR, var létt eftir að lið hans marði 87-92 sigur á Hetti í fjórðungsúrslitum bikarkeppni karla í körfuknattleik á Egilsstöðum í gærkvöldi. Hann var ósáttur við leik sinna manna.

Lesa meira

Körfubolti: Höttur áfram á sigurbraut

Höttur heldur áfram forskoti sínu á toppi fyrstu deildar karla í körfuknattleik eftir leikina helgarinnar. Höttur lagði Hamar í Hveragerði í gær 98-104 og FSu á Egilsstöðum á fimmtudag 94-73.

Lesa meira

Íþróttir: Kvennalið Þróttar áfram á toppnum

Þróttur heldur efsta sætinu í Mizuno-deild kvenna í blaki eftir sigar á Þrótti og Stjörnunni syðra um helgina. Karlaliðið tapaði hins vegar tvisvar sinnum gegn Stjörnunni. Höttur heldur toppsætinu í fyrstu deild karla í körfuknattleik.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar