Lið KA reyndust talsvert sterkari í leikjum sínum gegn Þrótti en bæði karla og kvennalið félaganna mættust í Neskaupstað á laugardag. KA vann báða leikina 0-3.
Keppnisvertíð austfirsku knattspyrnuliðanna lauk um helgina þegar Einherji lék sinn síðasta leik í A-úrslitum 5. deildar kvenna, KFA til úrslita í Fótbolti.net bikarnum og U-20 ára lið FHL til undanúrslita í B-deild. Enginn leikjanna vannst.
KFA tryggði sér sæti í úrslitum Fótbolti.net bikarsins með sigri á Tindastóli í undanúrslitum um helgina. Fáskrúðsfirðingur skoraði annað marka KA sem urðu bikarmeistarar eftir sigur á Víkingi.
Meistaraflokkar Þróttar spila sína fyrstu leiki í úrvalsdeildinni í vetur um helgina þegar HK og Afturelding koma í heimsókn. Miklar breytingar hafa orðið á bæði karla- og kvennaliðunum þar sem ungir leikmenn hafa leitað frá Norðfirði í nám. Nýr þjálfari er líka tekinn við.
Höttur mætir Haukum í Hafnarfirði í fyrstu umferð úrvalsdeildar karla í körfuknattleik í kvöld. Mikið er undir í leiknum miðað við að liðunum er spáð fallbaráttu. Nokkrar breytingar hafa orðið á Hattarliðinu í sumar.
Fjöldi opinna æfinga og annarra viðburða eru í boði í evrópskri íþróttaviku sem sveitarfélögin á Austurlandi og íþróttafélögin og fleiri aðilar taka þátt í.
Völsungur frá Húsavík tryggði sér sæti í fyrstu deild karla á næstu leiktíð með 3-8 sigri á KFA í Fjarðabyggðarhöllinni um helgina. Höttur/Huginn sendi á sama tíma Fjallabyggð niður um deild.