Emma Hawkins og Samantha Smith, sem samanlagt hafa skorað um 40 mörk fyrir FHL í fyrstu deild kvenna í sumar, eru báðar á leið frá félaginu. Liðið tryggði sér um síðustu helgi sæti í úrvalsdeildinni á næstu leiktíð.
Rósey Björgvinsdóttir, fyrirliði FHL í fyrstu deild kvenna í knattspyrnu, segir leikmenn liðsins enn vart trúa þeirri staðreynd að liðið hafi tryggt sér sæti í úrvalsdeildinni á næstu leiktíð. Það var gulltryggt með 5-1 sigri á ÍBV á heimavelli í dag.
FHL getur tryggt sér sæti í úrvalsdeild kvenna á morgun með sigri á ÍBV í leik liðanna í Fjarðabyggðarhöllinni. Hagstæð úrslit annarra liða í kvöld gera þetta að verkum.
Birna Jóna Sverrisdóttir, frjálsíþróttakona frá Egilsstöðum, kastaði tæpa 47 metra á Norðurlandamóti U-20 ára sem haldið var í Kaupmannahöfn um síðustu helgi.
Björgin Karl Gunnarsson, þjálfari liðs FHL í Lengjudeild kvenna í knattspyrnu, var í geðshræringu eftir 5-1 sigur á ÍBV í dag sem tryggði liðinu keppnisrétt í úrvalsdeildinni á næstu leiktíð. Hann vonast eftir öflugum stuðningi samfélagsins til að halda úti samkeppnishæfu liði í efstu deild.
Glímudrottning Íslands 2024 er Marín Laufey Davíðsdóttir. Hún hefur hefur verið búsett á Reyðarfirði um margra ára skeið. Engu að síður keppir hún enn í grein sinni undir merkjum Héraðssambandsins Skarphéðins.
Eftir þrjá tapleiki og þar með þjálfaraskipti komst KFA á sigurbrautina á ný í annarri deild karla í knattspyrnu. Höttur/Huginn fylgir áfram þar á eftir.
FHL tryggði sér í dag sæti í úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu með 5-1 sigri á ÍBV í Fjarðabyggðarhöllinni. Þrjátíu ár eru síðan austfirskt lið lék síðast í efstu deild Íslandsmótsins í knattspyrnu.
Hinn 19 ára gamli Reyðfirðingur, Þórður Páll Ólafsson, varð í vor glímukóngur Íslands í fyrsta sinn. Hann segir ekki nóg að vera stór og sterkur til að skella andstæðingum sínum í gólfið heldur þurfi líka lagni.