


Körfubolti: Ekki tókst að vinna Hauka
Höttur tapaði sínum síðasta leik í fyrstu deild karla í körfuknattleik gegn Haukum í Hafnarfirði á föstudag. Haukar eru eina liðið sem Hetti tókst ekki að vinna í vetur.
Blak: Mikilvægur sigur í baráttu um sæti í úrslitakeppninni
Kvennalið Þróttar vann afar mikilvægan sigur á HK, 1-3, í baráttu liðanna um sæti í úrslitakeppni Íslandsmótsins í blaki. Karlaliðið gerði hetjulega lokatilraun að sæti sín megin.
Blak: Karlaliðið endaði leiktíðina á sigri
Karlalið Þróttar vann sinn síðasta leik á leiktíðinni þegar það lagði Þrótt Vogum 1-3 á laugardag. Liðið náði ekki að komast í úrslitakeppnina. Þjálfari liðsins segir veikindi og meiðsli hafa sett svip sinn á veturinn.
SKAUST Íslandsmeistari í blandaðri liðakeppni
Skotíþróttafélag Austurlands (SKAUST) varð nýverið Íslandsmeistari innanhúss í blandaðri liðakeppni með sveigboga.
Körfubolti: Höttur kláraði Hamar í fyrsta leikhluta
Höttur afgreiddi Hamar 63-98 í fyrstu deild karla í körfuknattleik um helgina. Úrslitin voru ráðin eftir fyrsta leikhluta.
Blak: Kvennaliðið komið í úrslitakeppnina
Kvennalið Þróttar Neskaupstað hefur tryggt sér sæti í úrslitakeppni Íslandsmóts kvenna í blaki. Liðið lauk deildakeppninni með 1-3 sigri á Völsungi á Húsavík í síðustu viku.
Körfubolti: Sigur gegn væntanlegum mótherjum í úrslitakeppninni
Höttur vann sinn síðasta heimaleik í fyrstu deild karla í körfuknattleik í vetur á Fjölni í gærkvöldi 102-85. Ekki er þess langt að bíða að liðin mætist aftur.