Körfubolti: Úrslitakeppni Hattar lauk í framlengingu gegn Val - Myndir

Leiktíðinni er lokið hjá körfuknattleiksliði Hattar eftir tap gegn Val í fjórða leik liðanna í átta liða úrslitum Íslandsmóts karla. Valur vann 97-102 eftir framlengdan leik. Valsliðið var yfir allan tímann en Höttur jafnaði í lok venjulegs leiktíma og knúði fram framlengingu.

Lesa meira

Hrefna Lára Zoëga bikarmeistari í alpagreinum skíða

Hrefna Lára Zoëga varð um síðustu helgi bikarmeistari í flokki stúlkna 14-15 ára í alpagreinum skíða. Lið UÍA, sem er sameiginlegt frá Skíðafélaginu í Stafdal og Skíðafélagi Fjarðabyggðar, varð í þriðja sæti yfir veturinn.

Lesa meira

Körfubolti: David Ramos í þriggja leikja bann

David Guardia Ramos, leikmaður körfuknattleiksliðs Hattar, hefur verið úrskurðaður í þriggja leikja bann fyrir að hafa sparkað í leikmann Vals í leik liðanna í úrslitakeppni Íslandsmóts karla síðasta fimmtudagskvöld.

Lesa meira

Austfirðingar sigursælir í Íslandsglímunni

Þórður Páll Ólafsson er nýr glímukóngur Íslands og Marín Laufey Davíðsdóttir glímudrottning. Þau búa bæði á Reyðarfirði þótt Þórður Páll glími fyrir UÍA og Marín Laufey fyrir HSK.

Lesa meira

Körfubolti: Höttur í seilingarfjarlægð frá Val þar til í lokin

Deildarmeistarar Vals eru aftur komnir með yfirhöndina í viðureignum liðsins við Hött í úrslitakeppni Íslandsmóts karla í körfuknattleik eftir 94-74 sigur í þriðja leik liðanna á Hlíðarenda í gærkvöldi. Höttur var í miklum villuvandræðum í leiknum en var alltaf í seilingarfjarlægð þar til í síðasta leikhluta.

Lesa meira

Knattspyrna: Höttur/Huginn fær Fylki í heimsókn

Höttur/Huginn fær úrvalsdeildarlið Fylkis í heimsókn í 32ja liða úrslitum bikarkeppni karla í knattspyrnu. Liðið tryggði sér sæti þar með sigri á Völsungi um helgina meðan KFA tapaði fyrir Þór Akureyri. FHL lauk keppni í Lengjubikar kvenna með sigri.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.