Höfundur: Stefán Bogi Sveinsson og Jónína Brynjólfsdóttir • Skrifað: .
Þegar sveitarfélögin fjögur, sem nú mynda Múlaþing, ákváðu að hefja sameiningarviðræður var það ekki síst vegna þess að samstarf þeirra í fjölmörgum málaflokkum hafði gefið góða raun. Má þar nefna félags- og barnaverndarmál, brunavarnir, ákveðin verkefni í skólamálum og svo mætti áfram telja.
Höfundur: Anna Margrét Arnarsdóttir og Helga Björt Jóhannsdóttir • Skrifað: .
Laugardaginn 5. mars kynnti VG í Fjarðabyggð framboðslista sinn til sveitarstjórnarkosningar sem fram fara 14. maí. Listinn hefur vakið töluverða athygli einkum vegna þess að hann er skipaður 17 konum og einum karlmanni.
Sameining fjögurra sveitarfélaga í Múlaþing var mikið framfaraskref og er sameinað sveitarfélag mun sterkara á eftir. Það er bjart framundan í Múlaþingi ef rétt er haldið á spöðunum en sveitarfélagið býr yfir miklum sóknarfærum til að byggja upp enn sterkara og fjölbreyttara atvinnu- og mannlíf til framtíðar.
Ég hef lengi verið þeirrar skoðunar að efling sveitarstjórnarstigsins með sameiningu sveitarfélaga sé mikilvægur þáttur í að styrkja byggð á landsbyggðinni.
Nú horfum við á þá staðreynd að ungt fólk er ekki endilega að koma aftur heim eftir að námi þeirra líkur. Fólk flyst suður til höfuðborgarinnar til að ná sér í menntun sem passar þeirra áhugasviði en kemur ekki endilega heim með þá menntun. Hver er ástæðan?
Það felast tækifæri fyrir okkur á landsbyggðinni að byggja upp öfluga upplýsingatækni. Faraldurinn kenndi mörgum okkar að sinna í ríkara mæli störfum að heiman. Veiran hefur þannig stutt við það sem landsbyggðin hefur talað lengi fyrir að staðsetning skiptir æ minna máli með tilkomu net- og tæknivæðingar.