Ábyrgð fylgir orðum
Líneik Anna Sævarsdóttir skrifar um gildi gagnrýnnar hugsunar:
Líneik Anna Sævarsdóttir skrifar um gildi gagnrýnnar hugsunar:
Svala Jónsdóttir, sviðsstjóri á Akureyri, gefur kost á sér í 3.-5. sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi fyrir alþingiskosningarnar í vor. Svala er uppalin í Kópavogi, en hefur verið búsett á Akureyri undanfarin ár. Hún tók þátt í stofnun Samfylkingarinnar og var fyrsti formaður Samfylkingarinnar í Kópavogi, auk þess sem hún hefur verið varamaður í framkvæmdastjórn flokksins.
Einar Már Sigurðarson alþingismaður gefur kost á sér í 2. sæti á lista Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi í prófkjöri flokksins fyrir komandi alþingiskosningar. Einar Már skipaði 2. sætið á framboðslista Samfylkingarinnar í kjördæminu í alþingiskosningunum árin 2003 og 2007. Hann var í 1. sæti á lista Samfylkingarinnar í Austurlandskjördæmi árið 1999 og hefur setið á Alþingi síðan.
Ístölt Austurlands 2009 fór fram á laugardag í Egilsstaðavík. Mótið var haldið í blíðskaparveðri á Lagafljóti og mjög vel heppnað í alla staði. Eins og kom fram á Hestafréttum, sagðist Baldvin Ari Guðlaugsson ætla að vinna alla flokkana sem hann tæki þátt í. Hann stóð við stóru orðin og vann bæði A- og B-flokk gæðinga, en dró sig úr keppni í tölti svo kollegar hans fengu tækifæri til þess að vinna. Sigurvegari í tölti var Tryggvi Björnsson á Júpíter frá Egilsstaðabæ.
Markaðsstofa Austurlands fagna tíu ára starfsafmæli sínu um þessar mundir. Af því tilefni verður hinn 7. mars næstkomandi blásið til afmælishátíðar. Í nýju fréttabréfi Markaðsstofu Austurlands skrifar Skúli Björn Gunnarsson, stjórnarformaður MA, pistil í tilefni afmælisins. Hér er jafnframt birt dagskrá afmælishátíðarinnar.
Alls gefa 18 kost á sér fyrir prófkjör Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi og er framboðsfrestur runninn út. Kjörfundur verður laugardaginn 7. mars. Sjö konur gefa kost á sér og 11 karlar. Sex falast eftir fyrsta sætinu.
Kristín Linda Jónsdóttir Miðhvammi í Þingeyjarsveit sækist eftir 3. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi í komandi alþingiskosningum.
Dregið var úr umsóknum um hreindýraveiðileyfi í dag. Ævinlega er mikil eftirvænting meðal umsækjenda þennan dag, enda sumir sem fá dýr ár eftir ár meðan aðrir sitja eftir með sárt ennið eitt árið enn. Veiða má 1.333 dýr í ár. Um þau bárust 3.265 umsóknir, en þar af voru 38 ógildar. 54 umsóknir voru erlendis frá. Fjöldi manns er að venju á biðlista og eiga tugir þeirra ágætan möguleika á að fá veiðileyfi, þar sem alltaf er eitthvað um að menn skili inn veittu veiðileyfi.
Frá því í nóvember hefur Markaðsstofan í samvinnu við Þróunarfélag Austurlands staðið fyrir stefnumótunarvinnu ferðamála á Austurlandi. Haldnir hafa verið hugarflugsfundir víða um fjórðunginn þar sem ímynd Austurlands sem ferðamannastaðar hefur verið í forgrunni. Þetta kemur fram í nýju fréttabréfi Markaðsstofu Austurlands.
Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.