Jens Garðar Helgasson, bæjarfulltrúi, og framkvæmdastjóri Fiskimiða ehf., á Eskifirði, hefur ákveðið að bjóða sig fram í 4. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins fyrir alþingiskosningar á vori komanda.
Þuríður Backman, alþingismaður, hefur ákveðið að bjóða sig fram í 2. sæti í forvali Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Norðausturkjördæmi vegna Alþingiskosninganna í vor. Í síðustu alþingiskosningum var Þuríður í 2. sæti.
Kvikmyndaklúbbinn Cine Club Latino, í samstarfi við Þekkingarnet Austurlands, býður upp á kvikmyndasýningar á þriðjudögum á vormisseri 2009. Cine Club Latino er óformlegur félagsskapur sem rekinn er í tengslum við kennslu í spænsku við deild erlendra tungumála á Hugvísindasviði Háskóla Íslands. Allar myndir eru með enskum texta.
Ég bjó í Þýskalandi fyrir margt löngu og kynntist þá aldraðri konu sem hafði svo sannarlega upplifað tímana tvenna. Hún var nokkuð sérvitur og hafði sína siði og venjur óháð tímans straumi. Margt í samtímanum var henni ýmist ekki að skapi eða hún skildi það hreinlega ekki.
Nú er eitt ár liðið frá því að fréttavefurinn austurglugginn.is fór fyrst í loftið. Skrifaðar hafa verið yfir sjö hundruð fréttir á vefinn á þessu tímabili. Hann hefur sótt í sig veðrið jafnt og þétt og nú eru um 800 flettingar að jafnaði daglega og fara á stundum yfir þúsundið. Vefnum er eins og fréttablaðinu Austurglugganum ritstýrt af Steinunni Ásmundsdóttur. Einnig skrifa fréttir á vefinn þau Gunnar Gunnarsson, Fljótsdælingur við nám í Reykjavík og Áslaug Lárusdóttir í Neskaupstað. Austurglugginn mun kappkosta að þjónusta lesendur sína með fréttum og fróðleik og hvetur til daglegs innlits. Það er alltaf eitthvað áhugavert í gangi á vefnum! Jafnframt er fólki bent á myndasafn vefsins undir flipanum myndir. Þar er fjöldi mynda af daglegu lífi og sérstökum viðburðum í fjórðungnum.
Það hefur lengi verið eitt af áhugamálum mínum að koma upp safni í Neskaupstað, Kommasafni, sem innihéldi upplýsingar um hálfrar aldar valdatíð vinstri manna í Neskaupstað eða þaðan af meira. Ég vil nefna það Kommasafn.
Skáldið og fréttahaukurinn Sigmundur Ernir Rúnarsson hefur afráðið að snúa sér að stjórnmálaþátttöku, eftir að hann hætti störfum á Stöð 2 fyrir skemmstu. Hann býður sig fram í 2. sæti Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi. Sigmundur Ernir mun ekki hafa verið flokksbundinn og hafði ekki gengið í Samfylkinguna er hann ákvað framboð sitt.
Tilkynning frá Arnbjörgu Sveinsdóttur um framboð í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi:
Éghef ákveðið að bjóða mig fram til 2. sætis í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi vegna Alþingiskosninganna í vor. Fyrir síðustu Alþingiskosningar fór fram fjölmennt prófkjör meðal sjálfstæðismanna í kjördæminu þar sem ég hlaut örugga kosningu í annað sætið.
Slysavarnafélagið Landsbjörg vill benda fólki á að ferðast ekki um hálendið á vanbúnum bílum en nokkuð hefur borið á því undanfarið. Þó að GSM samband sé stöðugt að batna á hálendinu er enn langt frá því að samband sé alls staðar.