Stjórn Stapa lífeyrissjóðs hefur ákveðið að lækka vexti sjóðfélagalána
um 0,5% vegna efnahagskreppunnar. Vegna óvissunnar í efnahagslífinu
hefur sjóðurinn einnig ákveðið að bjóða upp á nýja ávöxtunarleið í
séreignarsparnaði.
Fulltrúar AFLs, VR, Fljótsdalshéraðs, Fjarðabyggðar, Vinnumálastofnunar Austurlandi, Þekkingarnets Austurlands og Starfsendurhæfingar Austurlands, hittust í vikunni og hófu að stilla saman strengi í þeim erfiðleikum sem búast má við á vinnumarkaði á Mið-Austurlandi. 62 eru skráðir atvinnulausir á Austurlandi.
Þrír austfirskir listamenn sýna verk sín í Ráðhúsi Reykjavíkur um næstu helgi. Eru það Ágústa Margrét Árnadóttir, Hólmfríður Ófeigsdóttir og Lára Vilbergsdóttir. Taka þær þátt í stórri sýningu á handverki, listiðnaði og hönnun, á vegum Handverks og hönnunar. Fimmtíu og fjórir einstaklingar voru valdir til að sýna verk sín, en umsóknir voru fjölmargar.
Lára Vilbergsdóttir er ein þriggja austfirskra listamanna með verk á sýningu Handverks og hönnunar í Reykjavík um helgina.
Miðvikudaginn 5. nóvember heldur Sinfóníuhljómsveit Íslands tónleika í Kirkju- og menningarmiðstöðinni Fjarðarbyggð á Eskifirði og daginn eftir á Hornafirði. Aðgangur er ókeypis og hefjast báðir tónleikarnir kl. 20.00.
Í nýjum Framkvæmdafréttum Vegagerðarinnar er gert ráð fyrir nokkrum verkum á Austurlandi í útboð á næstunni. Verktakafyrirtæki, sem boðið hafa í vegaframkvæmdir á Austurlandi, óttast þó að verkum sem ekki eru þegar farin í útboð verði jafnvel frestað.
Austfirskar sveitarstjórnir vara við boðuðum
gjaldskrárhækkunum Heilbrigðiseftirlits Austurlands. Hækkanirnar hafa
verið lagðar til vegna versnandi fjárhagsstöðu eftirlitsins.
Framhaldsskólarnir á Austurlandi eru stöðugt að efla tengslin sín á milli og bjóða nú til dæmis upp á fjölbreytta möguleika í símenntun fyrir fullorðna.
Myllan ehf. á Egilsstöðum mun segja upp tíu til fimmtán starfsmönnum fram að áramótum. Verkefnastaða Myllunnar er að sögn forstjórans erfið og stefnt að því að fækka starfsmönnum niður í um 30. Flestir voru þeir 75 í sumar, þar af fjórir verktakar. Verktakar á Austurlandi kvíða því að Vegagerðin hyggist draga í land með útboð stærri verkefna.