Um leið og ég, harður stuðningsmaður Derby County , óska QPR og stuðningsfólki (m.a. vini mínum Birni Hafþóri Stöðvarfirði) velfarnaðar í úrvalsdeildinni ensku, er ég enn hugsi yfir því hvað knattspyrnan getur stundum verið grimm og miskunnarlaus. .Eins og ágætur þjálfari Derby Steve McClaren sagði eftir leikinn „ Þetta var grimmasti leikur sögunnar „ Eina spyrna QPR í leiknum á markið rataði inn. Fyrirliði Derby R.Keogh lagði hann fyrir markaskorarann. Getur það verið sárara?. En ekki meir um það í bili svona er knattspyrnan.
Mig langar til að fá að koma eftirfarandi á framfæri vegna greinar Eyjólfs Þorkelssonar unglæknis þar sem hann setur fram ýmsar fullyrðingar varðandi heilsugæsluna í Fjarðabyggð.
Sveitarfélagið okkar skuldar mikið og er í þröngri stöðu. Fyrirsjáanlegar eru hækkanir í tengslum við nýja kjarasamninga og því þarf að taka allan rekstur sveitarfélagsins til endurskoðunar til að mæta rekstri þeirra verkefna sem framundan eru. Ásamt því að ná rekstrarhagræðingu viljum við á D-listanum selja illa nýttar eignir ef ásættanlegt verð fæst fyrir þær.
Ég heiti Eyjólfur og er læknir á Egilsstöðum og bý þar með fjölskyldu minni. Í nokkur ár hef ég farið til vinnu í Fjarðabyggð til að létta undir þar. Það finnst mér verulega gaman; gaman að hitta nýtt fólk, gaman að breyta um umhverfi, gaman að fylgjast með uppbyggingunni sem þar hefur átt sér stað. Gaman að sjá möguleikana sem þar leynast. Samt vildi ég að ég þyrfti ekki að fara til vinnu í Fjarðabyggð.
Nú er senn að ljúka mínu fyrsta og jafnvel eina kjörtímabili sem bæjarfulltrúi Fjarðabyggðar. Ég hef aldrei verið mjög pólitísk í þeim skilningi að skilgreina mig eftir flokkslínum heldur meira verið tilbúin að taka umræðu um málefni og hafa á þeim skoðanir. Öll höfum við nefnilega skoðanir en mismunandi er í hvaða farveg við erum tilbúin að setja þær.
Ég hef setið í bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs í tvö kjörtímabil fyrir Á-listann sem verið hefur í meirhlutasamstarfi með Framsókn síðustu 4 árin. Síðasta kjörtímabil hefur á margan hátt verið ánægjulegt. Samstarf allra bæjarfulltrúa hefur verið gott og vil ég þakka það samstarf nú í lok kjörtímabilsins.