Í vikunni var undirritaður samningur milli Arion banka á Egilsstöðum og sveitarfélagsins Fljótsdalshéraðs um að bankinn verði einn af aðalbakhjörlum atvinnulífssýningarinnar Okkar samfélags sem haldin verður á Egilsstöðum 18. og 19. ágúst.
Par með ungt barn komst út úr íbúð sinni á Reyðarfirði eftir að eldur kom þar upp í gærmorgun. Faðirinn náði að slökkva eldinn áður en slökkviliðið kom á staðinn.
Tjörvi Hrafnkelsson, bæjarfulltrúi Héraðslistans, hefur sagt af sér embætti. Ástæðuna segir hann vera miklar annir í fyrirtækjum sínum sem starfa í tölvugeiranum. Tjörvi hefur verið í leyfi af þessum sökum frá bæjarstjórninni síðan í september.
Starfsmaður hjúkrunardeildar Fjórðungssjúkrahússins Neskaupstað (FSN) segist hafa upplifað sig sem fórnarlamb eineltis þau þrjú ár sem hún hafi unnið á deildinni. Hún hafi ítrekað kvartað yfir framkomunni við sig en ekkert breyst. Úrræðaleysi valdi því að ekkert sé gert.
Austurlandsdeild Sjúkraliðafélags Íslands mótmælir harðlega boðuðum uppsögnum sjúkraliða á hjúkrunarheimilinu Sundabúð Vopnafirði og þeim breytingum á rekstrarfyrirkomulagi hjúkrunarheimilisins sem Heilbrigðisstofnun Austurlands boðar.
Bæjaryfirvöld á Fljótsdalshéraði átelja Íslenska gámafélagið fyrir að fylgja ekki skilyrðum sem sett voru í starfsleyfi moltugeymslu fyrirtækisins í Mýnesi. Heilbrigðiseftirlit Austurlands gerði alvarlegar athugasemdir við aðkomu að svæðinu í eftirlitsferð sinni fyrir skemmstu.
Herdís Þorgeirsdóttir, forsetaframbjóðandi, heimsótti Austurland á dögunum. Á hraðri yfirferð um byggðakjarna Austurlands kom hún víða við og heimsótti fyrirtæki og stofnanir. Austurglugginn fylgdist með Herdísi er hún var stödd í ALCOA Fjarðaál á föstudaginn sl.
Þorkell Pálsson hefur látið af störfum sem framkvæmdastjóri Austurbrúar eftir aðeins þrjá mánuði í starfi. Í tilkynningu segir að samkomulag hafi orðið milli hans og stjórnar um að nýr aðili leiði stofnunina næstu skrefin. Í lok júní sendu starfsmenn stofnunarinnar stjórninni bréf og kvörtuðu undan störfum Þorkels.
Fjarðaál flutti út vörur fyrir um 95 milljarða króna á síðasta ári. Ál nemur um 40% af öllum vöruútflutningi frá landinu, sem er svipað hlutfall og útflutningur sjávarafurða, og nemur hlutur Fjarðaáls í honum um 17 prósentum. Ekkert annað fyrirtæki flytur út meira vörumagn. Þetta er meðal þess sem fram kemur í yfirliti Fjarðaáls um helstu hagstærðir í starfsemi álversins á síðasta ári og nýlega voru gefnar út.
Björn Ingimarsson notaði tækifærið í hátíðarræðu sinni við 17. júní hátíðarhöldin á Egilsstöðum í dag til að þakka fyrir skilning og samstarf sem hefði einkennt vinnu við að taka á skuldavanda sveitarfélagsins Fljótsdalshéraðs.