Umhverfisstofnun hefru gefið út starfsleyfi fyrir kvíaledisstöð HB Granda í Berufirði. Leyft er að framleiða allt að 400 tonn af laxi og 4000 tonn af þorski í sjókvíum á ári. Fyrirtækið óskaði eftir breytingum á núverandi starfsleyfi þar sem það hyggst leggja aukna áherslu á þorkseldi.
Flutningafyrirtækin Flytjandi og Landflutningar hækkuðu gjaldskrár sínar fyrir flutning um þriðjung þegar brúin yfir Múlakvísl brast. Hækkunin beinist að Djúpavogi og Höfn.
Rofið á Hringveginum á Suðurlandi hefur orðið til þess að ferðamenn hafa afbókað pantanir á Austurlandi. Þetta segir Ásta Þorleifsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Austurlands.
Tæplega þrjátíu fíkniefnamál komu upp í tengslum við þungarokkshátíðina Eistnaflug sem haldin var í Neskaupstað um helgina. Engar kærur vegna ofbeldisbrota hafa enn borist.
Útlit er fyrir að lokið verði við að grafa upp rústir Skriðuklausturs í
sumar. Í ljós hefur komið að garðurinn var stækkaður á klausturtímanum.
Það gæti passað við dóm biskups sem dæmdi þjófa, sem rændu úr landi
klaustursins, til samfélagsþjónustu.
Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur, segir mögulegika á að yfir 25 stiga hiti mælist á Austurlandi í dag. Hitinn komst loksins upp fyrir 20°C á svæðinu í gær.
Vopnfirðingar eru ósáttir við að ekki hafi verið fenginn læknis til
afleysinga á Vopnafirði um miðjan júnímánuð. Læknislaust var í fjóra
daga. Heilbrigðisstofnun Austurlands taldi þetta nauðsynlega
sparnaðarráðstöfun.
Andrés Skúlason, oddviti Djúpavogshrepps, telur að tímabundnar
gjaldskrárhækkanir flutningafyrirtækja hafi ekki mikil áhrif á íbúa
svæðisins. Umræða um flutningsgjöld landsbyggðar sé hins vegar
nauðsynleg.
Fornleifafræðingarnir sem vinna að því að grafa upp rústir
Skriðuklausturs ráku upp stór augu þegar þeir grófu upp hlandkopp frá fyrri
hluta tuttugustu aldar í síðustu viku. Slegið var upp veislu eins og
þegar um merkisfundi ræðir.
Innanríkisráðuneytið hefur auglýst embætti dómara við Héraðsdóm
Austurlands laust til umsóknar. Í auglýsingu sem birtist í blöðum í dag
er gert ráð fyrr að dómari verði skipaður frá 1. september.