HB Grandi fær leyfi fyrir fiskeldi í Berufirði

djupivogur.jpg

Umhverfisstofnun hefru gefið út starfsleyfi fyrir kvíaledisstöð HB Granda í Berufirði. Leyft er að framleiða allt að 400 tonn af laxi og 4000 tonn af þorski í sjókvíum á ári. Fyrirtækið óskaði eftir breytingum á núverandi starfsleyfi þar sem það hyggst leggja aukna áherslu á þorkseldi.

 

Lesa meira

Vegrofið skaðar austfirska ferðaþjónustu

asta_thorleifsdottir.jpgRofið á Hringveginum á Suðurlandi hefur orðið til þess að ferðamenn hafa afbókað pantanir á Austurlandi. Þetta segir Ásta Þorleifsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Austurlands.

Lesa meira

Voru sakamenn dæmdir til að stækka kirkjugarðinn á Skriðuklaustri?

skriduklaustur_fornleifar_11072011_0025_web.jpgÚtlit er fyrir að lokið verði við að grafa upp rústir Skriðuklausturs í sumar. Í ljós hefur komið að garðurinn var stækkaður á klausturtímanum. Það gæti passað við dóm biskups sem dæmdi þjófa, sem rændu úr landi klaustursins, til samfélagsþjónustu.

 

Lesa meira

Möguleikar á yfir 25 stiga hita í dag

hallormsstadarskogur.jpg

Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur, segir mögulegika á að yfir 25 stiga hiti mælist á Austurlandi í dag. Hitinn komst loksins upp fyrir 20°C á svæðinu í gær.

 

Lesa meira

Tímabundnar hækkanir hafa takmörkuð áhrif

samskip_bill.jpgAndrés Skúlason, oddviti Djúpavogshrepps, telur að tímabundnar gjaldskrárhækkanir flutningafyrirtækja hafi ekki mikil áhrif á íbúa svæðisins. Umræða um flutningsgjöld landsbyggðar sé hins vegar nauðsynleg.

 

Lesa meira

Fornleifafræðingar fundu hlandkopp við uppgröft

steinunn_kristjans_koppur_web.jpgFornleifafræðingarnir sem vinna að því að grafa upp rústir Skriðuklausturs ráku upp stór augu þegar þeir grófu upp hlandkopp frá fyrri hluta tuttugustu aldar í síðustu viku. Slegið var upp veislu eins og þegar um merkisfundi ræðir.

 

Lesa meira

Tónlistarstund í Vallaneskirkju

erla_dora_vogler_web1.jpg

Erla Dóra Vogler, mezzósópran, heldur tónleika í Vallaneskirkju í kvöld. Tónleikarnir eru hluti sumartónleikaraðarinnar “Tónlistarstundir”

 

Lesa meira

Auglýst eftir héraðsdómara

heradsdomur_austurlands_log_1532625740.gifInnanríkisráðuneytið hefur auglýst embætti dómara við Héraðsdóm Austurlands laust til umsóknar. Í auglýsingu sem birtist í blöðum í dag er gert ráð fyrr að dómari verði skipaður frá 1. september.

 

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar