Náðum lágmarkinu

Cecil Haraldsson, oddiviti lista vinstri grænna á Seyðisfirði, segir listann hafa náð því lágmarki sem hann setti sér, að koma að manni. Flokkurinn bauð ekki fram í eigin nafni annars staðar á Austurlandi.

 

Lesa meira

Eldsupptök sennilega í kaffivél

Talið er að eldsupptök í Fellabakaríi í morgun megi rekja til kaffivelar eða einhvers rafmagnstækis í kaffistofu á efri hæð fyrirtækisins.

Lesa meira

Úrslitin ákall um breytingar

Sigrún Harðardóttir, sem var í öðru sæti Á-listans á Fljótsdalshéraði, segir úrslit kosninganna í sveitarfélaginu þýða að kjósendur vilji breytingar. Meirihlutinn féll og hefjast formlegar meirihlutaviðræður milli Á-listans og Framsóknarflokksins í kvöld.

 

Lesa meira

Sjálfstæðisflokkur og framsókn ræða saman í Fjarðabyggð

Formlegar viðræður milli Sjálfstæðis- og Framsóknarflokksins um myndun meirihluta í Fjarðabyggð hefjast í dag. Agl.is fékk þetta staðfest í morgun. Fyrsti fundurinn verður síðar í dag. Sjálfstæðisflokkurinn var sigurvegari kosninganna í Fjarðabyggð um helgina og bætti við sig manni á kostnað Fjarðalistans. Framsóknarflokkurinn hélt sínum tveimur bæjarfulltrúum.

Eðlilegt að Sjálfstæðisflokkurinn hafi frumkvæði að myndun meirihluta

Elvar Jónsson, oddviti Fjarðalistans, segir úrslitin í Fjarðabyggð í takt við landið í heild þar sem sitjandi meirihlutar féllu víða. Svo fór ekki í Fjarðabyggð en Elvar segir samt eðlilegt að Sjálfstæðisflokkurinn, sem er orðinn fjölmennastur í bæjarstjórn, leiði meirihlutaviðræður.

 

Lesa meira

Eldur í Bakaríinu í Fellabæ

Eldur kviknaði í Fellabakaríi snemma í morgun. Slökkviliðið var kallað út klukkan 7:00 í morgun.  Slökkvuliðið náði fljótt tökum á eldinum. Engin slys urðu á fólki.

Lesa meira

Valdimar fékk flestar útstrikanir í Fjarðabyggð

valdimar_o_hermannsson_web.jpgValdimar Hermannsson Sjálfstæðisflokki fékk flestar útstrikanir á kjörseðlum í Fjarðabyggð eða 114. Flestar útstrikanir hjá Framsóknarmönnum fékk Guðmundur Þorgrímsson 59 og Esther Ösp Gunnarsdóttir 20 hjá Fjarðalistanum.

 

Lesa meira

Framsóknarflokkur og Á-listi ræðast við á Fljótsdalshéraði

Forsvarsmenn Framsóknarflokksins og Á-listans munu hittast á morgun á formlegum fundi um myndun meirihluta í sveitarfélaginu Fljótsdalshéraði. Þetta staðfesti Stefán Bogi Sveinsson, oddviti Framsóknarflokksins, í samtali við Agl.is í kvöld.

 

Lesa meira

Umboð til framsóknar til forystu

Stefán Bogi Sveinsson, oddviti Framsóknarflokksins á Fljótsdalshéraði, segir að úrslit sveitarstjórnarkosninganna í sveitarfélaginu, vera skilaboð um að kjósendur vilji að flokkurinn leiði nýjan meirihluta í sveitarfélaginu.

 

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar