Engin ákvörðun um frestun kosninga í dag
Engar ákvarðanir verða teknar í dag um að fresta kjörfundi í Alþingiskosningunum á morgun vegna vondrar veðurspár og sennilegrar ófærðar. Kjörstjórnum á einstökum stöðum er ætlað að meta hvort kosning geti farið fram með eðlilegum hætti.Flestir Mjófirðingar búnir að kjósa utankjörfundar
Íbúar á Mjóafirði eru flestir, ef ekki allir, búnir að kjósa utankjörfundar fyrir Alþingiskosningarnar á morgun. Víða um Austurland eru björgunarsveitir tilbúnar að koma kjörgögnum á áfangastað ef á þarf að halda.„Víða í dreifðum byggðum þá er sálgæsla presta eina úrræðið“
Allir oddvitar þeirra flokka sem fram bjóða fulltrúa til þingkosninga á morgun í Norðausturkjördæmi eru sammála um að bæta þurfi mjög í geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi.