


Samið um stuðning ríkisins við LungA-skólann
Í síðustu viku var gengið frá samningi um stuðning íslenska ríkisins við starfsemi LungA-lýðháskólans á Seyðisfirði á þessu ári. Verið er að vinna að langtímafjármögnun fyrir skólann sem stækkar í ár með nýrri námsbraut.
Samningur vegna lóðar orkugarðs undirritaður
Sveitarfélagið Fjarðabyggð og Fjarðarorka, félag í eigu danska fjárfestingafélagsins Copenhagen Infrastructure Partners, undirrituðu í gær samning um leigu lóðar í Reyðarfirði undir væntanlega rafeldsneytisverksmiðju Fjarðarorku.
LungA-skólinn hefur kennslu á nýrri námsbraut
LungA-lýðháskólinn á Seyðisfirði hefur í næstu viku kennslu á nýrri námsbraut. Hún verður helguð landsins gæðum en til þessa hefur skólinn sérhæft sig á listasviðinu. Fjöldi nemenda og kennara tvöfaldast við nýju námsbrautina.
Vilja könnun á umfangi tjóns vegna hreindýra
„Hugmyndin er að fá úr því skorið hversu stórt vandamálið er í raun og veru og þess vegna óskum við eftir að stofnunin kanni málið,“ segir Vilhjálmur Jónsson, formaður heimastjórnar Fljótsdalshéraðs.

Íbúafundur um fræðslu- og frístundamál
Opinn fundur verður í kvöld haldinn um fræðslu- og frístundastefnu Fjarðabyggðar en hún gildir fyrir árin 2023-25.
Harma að heilsársvegur um Öxi er kominn á ís á ný
Heimastjórn Djúpavogs harmar þær fregnir að sökum niðurskurðar muni útboð og framkvæmdir við heilsársveg yfir Öxi frestast enn lengur en þegar er orðið.

Rarik tengir saman Austurland og Suðurland í fyrsta sinn
Til stendur að tengja saman dreifikerfi Rarik á Austurland og Suðurlandi með viðamikilli lagningu strengja á árinu sem er nýhafið. Tæpir 50 km af rafstrengjum voru færðir í jörð á þessu ári.
Rekstur Fellabakarís í skoðun
Starfsemi Fellabakarís liggur niðri í dag. Verið er að athuga stöðuna en reksturinn hefur verið þungur um hríð.
Breytt þjóðfélag kallar á opnara hjónaball
Ákveðið hefur verið að opna Hjónaball Fáskrúðsfjarðar fyrir fólki 25 ára og eldra án þess að það sé í sambúð. Formaður nefndarinnar segir það gert í ljósi breytinga sem orðið hafi á þjóðfélaginu.
Nægur snjór í Stafdal en bið eftir að opnað verði í Oddsskarði
„Því miður er næsta snjólítið hjá okkur um þessar mundir og ég held að þurfi ansi góða ofankomu á næstunni til að við getum farið að opna fyrstu lyfturnar,“ segir Sigurjón Egilsson, umsjónarmaður skíðasvæðisins í Oddsskarði.

Bílaumferð gegnum Egilsstaði minnkar lítið verði Suðurleið fyrir valinu
Færa má rök fyrir að svokölluð Suðurleið, sú veglína framhjá þéttbýlinu á Egilsstöðum sem bæði Vegagerðin og meirihluti sveitarstjórnar Múlaþings telja vænsta kostinn í framhaldi af gerð Fjarðarheiðarganga, muni ekki minnka bílaumferð gegnum þéttbýlið mikið frá því sem nú er.