Grunur um smit í Grunnskóla Reyðarfjarðar

Grunnskóli Reyðarfjarðar verður lokaður í dag þar sem grunur er um Covid-19 smit í skólanum. Tekinn var ákvörðun í samráði við rakningarteymið að loka skólanum meðan verið er að ná utan um málið.

Lesa meira

Vilja greiða aðgang yngstu iðkendanna að sem flestum íþróttagreinum

Íþróttafélagið Höttur, í samstarfi við Múlaþing, vinnur nú að þróunarverkefni sem snýr að því að auka þátttöku yngstu iðkendanna á Egilsstöðum, koma í veg fyrir brottfall og horfa til þess að í framtíðinni geti nemendur í yngstu bekkjum grunnskóla sveitarfélagsins iðkað þær íþróttir sem þeir vilja endurgjaldslaust.

Lesa meira

Vilja efla verklegt nám í grunnskólum

Fyrir áramót á skólaárinu sem nú er farið af stað stendur Fjarðabyggð að tilraunaverkefni til að efla verknám í grunnskólum sveitarfélagsins í samstarfi við Verkmenntaskóla Austurlands.

Lesa meira

Gerpissvæðið friðlýst í dag

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindráðherra, mun í dag friðlýsa Gerpissvæðið, milli Norðfjarðar og Reyðarfjarðar. Vinna við friðlýsinguna hófst árið 2019 og ásamt ráðuneytinu hefur Fjarðabyggð, fulltrúar landeigenda og Umhverfisstofnun unnið að friðlýsingunni.

Lesa meira

Opinn framboðsfundur

Austurfrétt/Austurglugginn, í samvinnu við Valaskjálf, standa fyrir opnum framboðsfundi í Valaskjálf, Egilsstöðum fimmtudagskvöldið 16. september klukkan 20:00

Lesa meira

Kröflulína 3 spennusett

Fyrir helgi var fyrsta lína nýrrar kynslóðar byggðalínu, Kröflulína 3, spennusett en línan fer í gegnum þrjú sveitarfélög: Skútustaðahrepp, Múlaþing og Fljótsdalshérað. Kröflulína 3 liggur að mestu samsíða Kröflulínu 2, frá tengivirki við Kröflustöð að tengivirkinu við Fljótsdalsstöð.

Lesa meira

Dæmdur fyrir beita dóttur sína líkamlegu ofbeldi

Karlmaður var dæmdur í 45 daga skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Austurlands í upphafi mánaðar fyrir að hafa beitt dóttur sína líkamlegu ofbeldi. Honum var einnig gert að greiða henni 350 þúsund krónur í miskabætur og þá skal hann greiða 1,2 milljónir í sakarkostnað og málskostnað sinn og dóttur sinnar.

Lesa meira

Oddvitar Norðausturkjördæmis: Bakgrunnur og skoðanir - Síðari hluti

Tíu flokkar munu bjóða sig fram til Alþingis í Norðausturkjördæmi í ár en kosið verður 25. september næstkomandi. Til þess að kynna alla oddvita kjördæmisins til leiks hefur Austurfrétt tekið saman stutta kynningu á þeim þar sem bakgrunnur þeirra er kynntur sem og dregin saman þær skoðanir sem þeir hafa viðrað á opinberum vettvangi til þess að kynnast áherslum þeirra.

Lesa meira

Sjálfstæðisflokkurinn mælist með þrjá þingmenn

Sjálfstæðisflokkurinn kemur best út úr nýrri könnun Rannsóknarmiðstöðvar Háskólans á Akureyri (RHA) og bætir við sig þingmanni í Norðausturkjördæmi. Þrír flokkar virðast í hættu á að tapa þingmönnum.

Lesa meira

Síldarvinnslan og Laxar fiskeldi fá háa styrki úr Orkusjóði

Nýverið var úthlutað 470 milljónum króna úr Orkusjóði til yfir 100 verkefna í orkuskiptum en það er stærsta úthlutun sjóðsins til þessa. Meðal þeirra fyrirtækja sem hlutu hæstu styrkina eru Síldarvinnslan í Neskaupstað sem hlaut styrk upp á 19,5 milljónir króna og Laxar fiskeldi á Eskifirði 15 milljóna króna styrk. Síldarvinnslan til að landtengja uppsjávarskip og Laxar fiskeldi til að rafvæða fóðurpramma sína.

Lesa meira

„Þetta er stór stund í sögu náttúruverndar á Íslandi“

Á laugardaginn síðastliðinn friðlýsti Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra Gerpissvæðið milli Norðfjarðar og Reyðarfjarðar. Vinna við friðlýsinguna hófst árið 2019 og að henni stóðu, auk ráðuneytisins, Fjarðabyggð, Umhverfisstofnun og landeigendur á svæðinu.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.