Ein umsókn um Austfjarðaprestakall

Ein umsókn barst um lausa stöðu prests í Austfjarðaprestakalli en umsóknarfrestur rann út í lok síðustu viku.

Lesa meira

Samið um stuðning ríkisins við LungA-skólann

Í síðustu viku var gengið frá samningi um stuðning íslenska ríkisins við starfsemi LungA-lýðháskólans á Seyðisfirði á þessu ári. Verið er að vinna að langtímafjármögnun fyrir skólann sem stækkar í ár með nýrri námsbraut.

Lesa meira

Samningur vegna lóðar orkugarðs undirritaður

Sveitarfélagið Fjarðabyggð og Fjarðarorka, félag í eigu danska fjárfestingafélagsins Copenhagen Infrastructure Partners, undirrituðu í gær samning um leigu lóðar í Reyðarfirði undir væntanlega rafeldsneytisverksmiðju Fjarðarorku.

Lesa meira

LungA-skólinn hefur kennslu á nýrri námsbraut

LungA-lýðháskólinn á Seyðisfirði hefur í næstu viku kennslu á nýrri námsbraut. Hún verður helguð landsins gæðum en til þessa hefur skólinn sérhæft sig á listasviðinu. Fjöldi nemenda og kennara tvöfaldast við nýju námsbrautina.

Lesa meira

Vilja könnun á umfangi tjóns vegna hreindýra

„Hugmyndin er að fá úr því skorið hversu stórt vandamálið er í raun og veru og þess vegna óskum við eftir að stofnunin kanni málið,“ segir Vilhjálmur Jónsson, formaður heimastjórnar Fljótsdalshéraðs.

Lesa meira

Rarik tengir saman Austurland og Suðurland í fyrsta sinn

Til stendur að tengja saman dreifikerfi Rarik á Austurland og Suðurlandi með viðamikilli lagningu strengja á árinu sem er nýhafið. Tæpir 50 km af rafstrengjum voru færðir í jörð á þessu ári.

Lesa meira

Rekstur Fellabakarís í skoðun

Starfsemi Fellabakarís liggur niðri í dag. Verið er að athuga stöðuna en reksturinn hefur verið þungur um hríð.

Lesa meira

Breytt þjóðfélag kallar á opnara hjónaball

Ákveðið hefur verið að opna Hjónaball Fáskrúðsfjarðar fyrir fólki 25 ára og eldra án þess að það sé í sambúð. Formaður nefndarinnar segir það gert í ljósi breytinga sem orðið hafi á þjóðfélaginu.

Lesa meira

Nægur snjór í Stafdal en bið eftir að opnað verði í Oddsskarði

„Því miður er næsta snjólítið hjá okkur um þessar mundir og ég held að þurfi ansi góða ofankomu á næstunni til að við getum farið að opna fyrstu lyfturnar,“ segir Sigurjón Egilsson, umsjónarmaður skíðasvæðisins í Oddsskarði.

Lesa meira

Bílaumferð gegnum Egilsstaði minnkar lítið verði Suðurleið fyrir valinu

Færa má rök fyrir að svokölluð Suðurleið, sú veglína framhjá þéttbýlinu á Egilsstöðum sem bæði Vegagerðin og meirihluti sveitarstjórnar Múlaþings telja vænsta kostinn í framhaldi af gerð Fjarðarheiðarganga, muni ekki minnka bílaumferð gegnum þéttbýlið mikið frá því sem nú er.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.