Tillögur um atvinnuuppbyggingu á Seyðisfirði kynntar um mánaðarmótin

Ráð er fyrir gert að sérstakur starfshópur um framtíðar atvinnuuppbyggingu á Seyðisfirði sem komið var á fót á síðasta ári sem mótvægisaðgerð vegna lokunar bolfiskvinnslu Síldarvinnslunnar [SVN] í bænum skili af sér tillögum um næstu mánaðarmót eða tæpum mánuði áður en vinnslunni lokar.

Lesa meira

Vinna að því að hækka þyngdarmörk sjúklinga í sjúkraflugi

Innan heilbrigðisráðuneytisins er unnið að því að hækka leyfilega þyngd einstaklinga í sjúkraflugi. Þetta eru viðbrögð við því að sjúklingi frá Vopnafirði var neitað um flutning í október þar sem hann var þyngri en búnaður sjúkraflugvélanna gerði ráð fyrir.

Lesa meira

Í fylgd með Austfirðingum í Grindavík

Íbúar í Grindavík fengu í gær, daginn eftir þorrablót sitt, heimild til að fara og sækja eigur í hús sín. Heimildin slóst í för með Grindvíkingum sem eiga þó það sammerkt að eiga sterk tengsl við Austurland.

Lesa meira

Góður kippur í sölu fasteigna á Austurlandi

Eftir töluverða ládeyðu á fasteignamarkaðnum austanlands frá miðjum desember fram í miðjan janúar hefur komið töluverður kippur í hlutina að sögn fasteignasala sem Austurfrétt hefur rætt við. Markaðurinn greinilega vaknaður til lífsins á nýju ári.

Lesa meira

Fjölbreytt menningarverkefni styrkt af Múlaþingi

Djamm á Djúpavogi, tölvuleikur um vættir Íslands, menningartengdir minjagripir og ljósmyndasýning í minningu Skarphéðins Þórissonar. Aðeins brot af þeim verkefnum sem fengu styrk úr menningarsjóði Múlaþings í síðustu viku.

Lesa meira

Fjarðabyggð og Múlaþing hyggjast fyrna ótekið orlof starfsmanna sinna

Allt ótekið orlof starfsmanna Fjarðabyggðar og Múlaþings mun falla dautt niður þann 30. apríl næstkomandi samkvæmt ákvörðunum þeirra sveitarfélaga nema sterkar málefnalegar ástæður komi til. Það merkir að starfsfólk sem ekki hefur klárað orlof sitt fyrir þessa dagsetningu missir alla áunna frídaga sem eftir standa og fær engar bætur fyrir.

Lesa meira

Fyrirtaks nýtt tónlistarhús að verða að veruleika í Neskaupstað

Ötulir tónlistaráhugamenn í Neskaupstað hafa unnið hörðum höndum utan hefðbundins vinnutíma síðustu mánuði að því að koma upp góðu tónlistarhúsi fyrir listamenn bæjarins í húsnæðinu sem áður hýsti hina þekktu verslun Tónspil. Efri hæðin tilbúin og vonir standa til að góður tónleikasalur á jarðhæð verði klár með vorinu.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.