Björn Ingimarsson áfram í verkefnum fyrir Múlaþing eftir afsögn sem sveitarstjóri
Sveitarstjóri Múlaþings, Björn Ingimarsson, mun áfram sinna verkefnum fyrir hönd sveitarfélagsins eftir að setu hans á sveitarstjórastóli lýkur um áramótin. Sú staðreynd kom flatt upp á ýmsa fulltrúa í sveitarstjórn.
Vilja fremur langtímaleigu á Faktorshúsinu en beina sölu
Eigendur Goðaborgar sem rekið hafa starfsemi með góðum árangri í Faktorshúsinu á Djúpavogi frá því snemma í vor sýna því nú áhuga að eignast húsið alfarið. Heimastjórn þorpsins leggst þó gegn slíku.
Undirbúningi haldið áfram fyrir stækkun flugvallarins á Egilsstöðum
Áframhaldandi undirbúningur fyrir stækkun flugvallarins á Egilsstöðum er eitt helsta staka verkefnið í samgöngumálum sem unnið verður í á Austurlandi á næsta ári. Vegagerðin hefur óskað eftir tilboðum í að hanna brýr á Axarvegi.Bein útsending frá framboðsfundi Austurfréttar 2024
Hægt er að fylgjast með framboðsfundi Austurfréttar/Austurgluggans með fulltrúum allra framboða í Norðausturkjördæmi í beinni útsendingu hér á Austurfrétt.Austfirskir skólastjórar lýsa yfir stuðningi við kennara í kjaradeilu
Skólastjórafélag Austurlands skorar á sveitarstjórnir á Austurlandi að beita sér fyrir lausn í kjaradeilu kennara. Samningafundir standa yfir í deilunni en lausn er ekki enn í sjónmáli.Opið fyrir spurningar á framboðsfund fyrir Alþingiskosningarnar 2024
Opnað hefur verið fyrir spurningar á opinn framboðsfund í Norðausturkjördæmi í gegnum vefkerfi. Fundurinn verður haldinn í Valaskjálf á morgun.Bæta þarf merkingar allar við Stórurð til muna
Þó þrjú og hálft ár séu liðin síðan náttúruvættið Stórurð og næsta nágrenni voru formlega friðlýst sem landslagsverndarsvæði vantar enn töluvert upp á að göngufólk á þessum slóðum átti sig á að svæðið sé friðlýst og hvað megi og hvað ekki sökum þess. Bæta þarf upplýsingagjöf töluvert.
Verkfall boðað í Egilsstaðaskóla í byrjun janúar
Lítið þokast í samkomulagsátt í kjaradeilu Kennarasambands Íslands við sveitarfélög landsins og ríkið og nú hafa fjórir skólar í viðbót við þá sem þegar eru í verkfalli tilkynnt verkfallsaðgerðir. Einn þeirra er Egilsstaðaskóli.
Staðfestu skipulagsbreytingar vegna nýrrar frístundabyggðar að Eiðum
Skipulagsstofnun staðfesti nýverið breytingu á aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs sem gerð var vegna áforma um 65 hektara frístundabyggð við Eiða.
Öll íbúafjölgun austanlands borin uppi af íbúum með erlent ríkisfang
Öll íbúafjölgun á Austurlandi og gott betur síðastliðin sex ár er borin uppi af íbúum með erlent ríkisfang. Þeim fjölgað á þessum tíma um sjö hundruð í fjórðungnum þó heildarfjölgun íbúa sé einungis fimm hundruð.