Boðað til íbúafundar vegna úrkomu

Sérfræðingar frá Veðurstofu Íslands munu fara yfir stöðuna á Seyðisfirði í ljósi mikillar úrkomu sem hefur verið þar síðustu daga á íbúafundi síðar í dag.

Lesa meira

Vök Baths handhafi Nýsköpunarverðlauna ferðaþjónustunnar árið 2022

Vök Baths hlaut í dag Nýsköpunarverðlaun ferðaþjónustunnar fyrir árið 2022. Verðlaunin eru veitt árlega fyrir athyglisverðar nýjungar í íslenskri ferðaþjónustu. Framkvæmdastjóri segir verðlaunin áminningu um að nauðsynlegt sé að dreifa fjárfestingu í ferðaþjónustu um landið.

Lesa meira

Leita að konum sem skara fram úr í atvinnulífinu

Félag kvenna í atvinnulífinu (FKA) óskar eftir tilnefningum um konur sem hafa skarað fram úr í atvinnulífinu á einn eða annan hátt. Slíkar viðurkenningar hefur félagið veitt árlega frá 1999.

Lesa meira

Fylgjast með úrkomunni eystra - Myndir

Veðurstofan fylgist með úrkomu og áhrifum hennar á vatnsmagn í jarðvegi og ám á Austurlandi. Flóð stendur enn í Grímsá og vatnsborð í Lagarfljóti hækkar enn meðan sjatnað hefur í flestum öðrum ám sem uxu í nótt.

Lesa meira

Mikilvægt að hafa virkjanir dreifðar um landið

Framkvæmdastjóri Arctic Hydro, framkvæmdaaðila Þverárvirkjunar í Vopnafirði, segir að virkjunin komi til með að skipta miklu fyrir raforkuöryggi í nánasta nágrenni sínu. Nauðsynlegt sé að styrkja flutningskerfi raforku með virkjunum dreift um landið.

Lesa meira

Fannst stúdentsprófið vera ómerkilegur pappír

Hafliði Hinriksson lætur senn af starfi sem skólameistari Verkmenntaskóla Austurlands. Hann fer þó ekki langt og heldur áfram að kenna vélstjórn við skólann. Hann setti snemma stefnuna á þá iðngrein.

Lesa meira

Bóndavörðulág hentugasta hestamannasvæðið eftir allt saman

Í lok marsmánaðar tók umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings neikvæða afstöðu til óska nýs hestamannafélags á Djúpavogi um svæði til afnota við svokallaða Bóndavörðulág. Eftir yfirlegu skipulagsfulltrúa sveitarfélagsins virðist það þó hentugasta svæðið til þeirra nota.

Lesa meira

Hlaup í Grímsá

Hlaup er í Grímsá, sem rennur niður Skriðdal og út Velli í Lagarfljót. Tvær gröfur neðan við þjóðvegin yfir ána virðast vera á leiðinni á kaf.

Lesa meira

Engin hreyfing mælst á Seyðisfirði

Engin, eða óveruleg hreyfing, hefur mælst á mælitækjum sem vakta jarðhræringar í Seyðisfirði þrátt fyrir töluverða rigningu undanfarna daga á Austfjörðum.

Lesa meira

Gera ráð fyrir viðsnúningi hjá Fjarðabyggð á næsta ári

Bæjarstjórn Fjarðabyggðar gerir ráð fyrir að rekstrarniðurstaða A-hluta bæjarsjóðs á næsta ári verði jákvæð um 129 milljónir króna. Raungerist það verður um verulega jákvæðan viðsnúning að ræða því áætluð útkoma A-hlutans á yfirstandandi ári er neikvæð um 120 milljónir króna.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.