Kjörfundur gæti staðið til sunnudags

Yfirkjörstjórn í Norðausturkjördæmi er tilbúin að óska eftir því að kjörfundur standi til sunnudags ef veður verður þannig að kjósendur eigi erfitt með að komast á kjörstað á laugardag. Slíkt myndi um leið tefja úrslit af landinu öllu.

Lesa meira

Mæla með lækkun álagningarstuðuls fasteignaskatts í Fjarðabyggð

Verði álagningarstuðull fasteignaskatts íbúðarhúsnæðis í Fjarðabyggð lækkaður úr 0,424% í slétt 0,4% eins og tillaga sem samþykkt var í bæjarráði sveitarfélagsins í vikunni gæti það leitt til lækkunar tekna um rúmar 22 milljónir króna.

Lesa meira

Upptökur frá framboðsfundum

Upptökur frá framboðsfundi Austurgluggans/Austurfréttar með oddvitum allra framboða í Norðausturkjördæmi, sem haldinn var í Valaskjálf á fimmtudagskvöld, eru nú aðgengilegar á bæði YouTube og hlaðvarpsformi.

Lesa meira

Allt ljósleiðaratengt á Seyðis- og Borgarfirði á næsta ári

Gangi áætlanir eftir ættu öll heimili og vinnustaðir á bæði Seyðisfirði og Borgarfirði eystra að vera orðin ljósleiðaratengd eigi síðar en í lok næsta árs. Sömuleiðis á að ljúka ljósleiðaravæðingu Djúpavogs 2026.

Lesa meira

Skora á sveitarstjórnir austanlands að beita sér fyrir lausn í kjaradeilu kennara

Fjölmennur hópur kennara gekk í dag áleiðis frá Valaskjálf að Tehúsinu á Egilsstöðum til að bæði sýna stuðning sinn við þá kennara í landinu sem þegar eru í verkfalli en jafnframt til að skora á sveitarstjórnir á Austurlandi að beita sér fyrir lausn kjaradeilu kennara við íslenska ríkið og Samband íslenskra sveitarfélaga.

Lesa meira

Vatnssýnataka í Hallormsstað eftir helgina

Framkvæmdir við endurbætur á neysluvatnstanki íbúa Hallormsstaðar ganga að óskum. Fyrsta sýnatakan á gæðum vatnsins eftir flóknar framkvæmdirnar fer fram á mánudaginn kemur.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.