Atvinnuleysi jókst aðeins á Austurlandi

Atvinnuleysi á Austurlandi jókst um 0.4% á milli nóvember og desember á síðasta ári. Sömu sögu er að segja frá Vesturlandi þar sem aukningin var sú sama. Er þetta mesta aukingin á landsvísu.


Lesa meira

Þorrablótið á Seyðisfirði blásið af

Þorrablótsnefnd Seyðisfjarðar hefur sent frá sér tilkynningu um að ekki sé möguleiki á að halda þorrablót þetta árið vegna stöðunnar á útbreiðslu COVID.

Lesa meira

Eskifjarðarskóla lokað á morgun vegna smita

Á Austurlandi eru nú 103 í einangrun og 160 í sóttkví. Dreifing smita er víðtæk og um allt Austurland. Talsverður fjöldi smita hefur greinst í Eskifjarðarskóla síðustu daga og í mörgum bekkjum skólans. Vegna þessa hefur verið ákveðið að Eskifjarðarskóli verði lokaður á morgun, miðvikudag.

Lesa meira

Fyrsta loðnan til Fáskrúðsfjarðar

Græn­lenska ­skipið Tasilaq er að landa 500 tonn­um af loðnu hjá Loðnu­vinnsl­unni á Fá­skrúðsfirði. Um er ræða fyrstu loðnuna sem berst til Fá­skrúðas­fjarðar á nýju ári.

Lesa meira

Gauti gefur ekki kost á sér í vor

"Nú þegar nýtt ár er gengið í garð og styttist í sveitarstjórnarkosningar tel ég tímabært að upplýsa að ég hyggst ekki gefa kost á mér til setu í sveitarstjórn nú í vor," segir Gauti Jóhannesson forseti sveitarstjórnar Múlaþings í færslu á Facebook síðu sinni.

 

Lesa meira

Fiskmjölsverksmiðjur keyra á olíu fram á vor

 „Þetta eru slæm tíðindi og þýðir að við þurfum að keyra á okkar varaafli fram á vor sem er olía með mikilli aukningu á losun frá starfseminni,“ segir Gunnþór Ingvason forstjóri Síldarvinnslunnar.

Lesa meira

Stöðvarfjörður á topp 10 lista yfir nýgengi smita

Þegar skoðaðar eru tölur um flest tilfelli á nýgengi COVID smita á 100.000 íbúa innanlands síðustu 14 daga er Stöðvarfjörður í 4. sæti á lista yfir 10 staði þar sem smitin eru flest.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.