Komu skipverjum á vélarvana fiskibát til hjálpar austur af Barðanum
Björgunarsveit Hafbjargar í Neskaupstað var ræst út rétt fyrir klukkan 4 í nótt vegna vélarvana fiskibáts 22 sjómílum austur af Barðanum. Tókst allt vel þegar komið var á staðinn og eru bátarnir rétt ókomnir í land.
Styrktu fimm íþrótta- og tómstundaverkefni í Múlaþingi
Alls fimm verkefni fengu fjárstuðning til íþrótta- og tómstundastarfs í Múlaþingi á dögunum við seinni úthlutun Fjölskylduráðs sveitarfélagsins til slíkra verkefna.
„Niðurgreiðslur til einkafyrirtækis með einokunaraðstöðu aldrei líklegt til árangurs“
Allir tíu oddvitar þeirra flokka sem fram bjóða til Alþingis í Norðausturkjördæmi eru á þeirri skoðun að taka þurfi niðurgreiðslukerfið Loftbrú til endurskoðunar. Annaðhvort gagngerrar endurskoðunar eða útvíkka hugmyndina frekar en raunin er.
Aukin fjárframlög auk ívilnana eina leiðin að tryggja góða heilbrigðisþjónustu á Austurlandi
Hvernig má tryggja að í Norðausturkjördæmi sé skýrt aðgengi öllum stundum að sjálfsagðri heilbrigðisþjónustu á borð við fæðingarþjónustu, bráðagreiningu, endurhæfingu og öðrum mikilvægum þáttum heilbrigðismála?
Mæla með lækkun álagningarstuðuls fasteignaskatts í Fjarðabyggð
Verði álagningarstuðull fasteignaskatts íbúðarhúsnæðis í Fjarðabyggð lækkaður úr 0,424% í slétt 0,4% eins og tillaga sem samþykkt var í bæjarráði sveitarfélagsins í vikunni gæti það leitt til lækkunar tekna um rúmar 22 milljónir króna.
Upptökur frá framboðsfundum
Upptökur frá framboðsfundi Austurgluggans/Austurfréttar með oddvitum allra framboða í Norðausturkjördæmi, sem haldinn var í Valaskjálf á fimmtudagskvöld, eru nú aðgengilegar á bæði YouTube og hlaðvarpsformi.„Ég á fólk sem væri ekki á lífi ef flugvöllurinn væri ekki á þessum stað.“
Allir tíu oddvitar þeirra flokka sem fram bjóða í Norðausturkjördæmi fyrir komandi kosningar eru á einu máli um að Reykjavíkurflugvöllur skuli hvergi fara. Staðsetning hans sé hreint og beint þjóðaröryggismál.
Boðað til verkfalls á leikskólanum á Reyðarfirði
Félagar í félagi leikskólakennara, sem starfa á leikskólanum Lyngholti á Reyðarfirði, hafa boðað til verkfalls frá og með 10. desember.Allt ljósleiðaratengt á Seyðis- og Borgarfirði á næsta ári
Gangi áætlanir eftir ættu öll heimili og vinnustaðir á bæði Seyðisfirði og Borgarfirði eystra að vera orðin ljósleiðaratengd eigi síðar en í lok næsta árs. Sömuleiðis á að ljúka ljósleiðaravæðingu Djúpavogs 2026.
Skora á sveitarstjórnir austanlands að beita sér fyrir lausn í kjaradeilu kennara
Fjölmennur hópur kennara gekk í dag áleiðis frá Valaskjálf að Tehúsinu á Egilsstöðum til að bæði sýna stuðning sinn við þá kennara í landinu sem þegar eru í verkfalli en jafnframt til að skora á sveitarstjórnir á Austurlandi að beita sér fyrir lausn kjaradeilu kennara við íslenska ríkið og Samband íslenskra sveitarfélaga.
Vatnssýnataka í Hallormsstað eftir helgina
Framkvæmdir við endurbætur á neysluvatnstanki íbúa Hallormsstaðar ganga að óskum. Fyrsta sýnatakan á gæðum vatnsins eftir flóknar framkvæmdirnar fer fram á mánudaginn kemur.