Vinna hafin að bæta enn frekar gönguaðstöðu ferðafólks við Stuðlagil

Vinna er nú formlega hafin að bæta enn frekar aðgengi ferðafólks að náttúruperlunni Stuðlagili en í sumar skal fara langleiðina með að bæta og stækka göngu- og tengistíga í landi Grundar auk þess sem komið verður fyrir fjórum nýjum göngubrúm. Öryggi ferðafólks mun stóraukast með framkvæmdunum.

Lesa meira

Tilraun að HSA annist alla heimaþjónustu aldraðra

Sveitarfélögin Múlaþing og Fjarðabyggð ásamt Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) hafa verið valin í tilraunaverkefni í öldrunarþjónustu sem verið er að hleypa af stokkunum á vegum íslenska ríkisins. Á svæðinu á að gera tilraun með að HSA haldi utan um alla heimaþjónustu.

Lesa meira

Nánast ekkert í bílunum sem tjaran skemmir ekkert

Tjara eða bik sem slettist upp úr vegum sest á bíla og veldur margvíslegum skemmdum fyrir utan hættu sem það skapar fyrir umferðaröryggi. Atvinnubílstjóri segir varasamt hve skorið hafi verið við nögl í viðhaldi íslensks vegakerfis.

Lesa meira

Aukinn fyrirsjáanleiki skapar þægilegra leikskólastarf í Múlaþingi

Betri vinnutími - Betri líðan er heiti verkefnis sem fræðslumálayfirvöld í Múlaþingi hafa unnið að í töluverðan tíma og beinist að því að gera allt leikskólastarf fyrirsjáanlegra og þægilegra fyrir börnin, foreldra og starfsfólk skólanna en áður var raunin.

Lesa meira

Ekki meiri ókunn jarðvegsmengun austanlands en annars staðar

Landsvæði á Austurlandi eru ekki mengaðri en aðrir staðir í landinu en þó er víða þar að finna hugsanlega mengaðan jarðveg sem Umhverfisstofnun (UST) var ekki kunnugt um. Sérstök leit að slíkum stöðum á landsvísu hefur staðið yfir frá síðasta hausti.

Lesa meira

Eskja og Brim í samstarf um makrílveiðar

Útgerðarfélögin Eskja og Brim hafa ákveðið að vinna saman að veiðum á makríl í sumar. Skip félaganna landa síðan í sínum heimahöfnum á Eskifirði og Vopnafirði. Svanur RE var fyrst þeirra í land á Vopnafirði með um 860 tonn seinni partinn í gær.

Lesa meira

Öll makrílveiðiskipin komin inn í íslensku lögsöguna

Íslensku makrílveiðiskipin hafa hópað sig saman á bletti milli Íslands og Færeyja til makrílveiða. Beitir kom með fyrsta farminn til Neskaupstaðar í gærmorgunn en fleiri skip eru ýmist byrjuð að landa eða á leiðinni inn.

Lesa meira

Samið um 16 rafhleðslustöðvar í Fjarðabyggð

Breska fyrirtækið InstaVolt áætlar að koma upp 16 nýjum hraðhleðslustöðvum fyrir rafbíla í Fjarðabyggð á næstunni. Jóna Árný Þórðardóttir, bæjarstjóri í Fjarðabyggð, og Mark Stannard fulltrúi InstaVolt, undirrituðu samning þess efnis fyrir skömmu.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.