Netsamband komst aftur á á Borgarfirði um klukkan eitt í dag en sveitarfélagið hafði þá að mestu verið sambandslaust í 20 tíma. Stóreflis aurskriða tók ljósleiðara í sundur.
Framkvæmdastjóri Vísis segir betra að eyða óvissu fyrr en síðar um framtíð fiskvinnslu á Djúpavogi. Fyrirtækið tilkynnti í gær að það myndi hætta vinnslu þar um áramótin en nýtt félag mun vinna eldisfisk.
Sveitarfélagið Fljótsdalshérað hefur verið dæmt til að bera skaðabótaábyrgð á helmingi líkamstjóns sem iðkandi í líkamsræktarstöð sveitarfélagsins hlaut við æfingar þar. Dómari taldi merkingum á æfingatæki hafa verið ábótavant.
Janne Sigurðsson, forstjóri Alcoa Fjarðaáls, mun taka við starfi forstöðumanns upplýsingatæknimála (e. Chief Information Officer) hjá Alcoa á heimsvísu. Magnús Þór Ásmundsson tekur við forstjórastarfinu frá og með 1. nóvember.
Austfirsku lögregluumdæmin tvö hafa yfir að ráða kindabyssum og skammbyssum. Í Seyðisfjarðarumdæmi eru skotvopnin geymd á lögreglustöðvum en hirslur fyrir skotvopn eru í bílum í Eskifjarðarumdæmi.
Eins og kom fram á ruv.is í gær hefur bæjarráð Fjarðabyggðar rætt hugmyndir um að börn á Stöðvarfirði eldri en 11 ára verði keyrð í aðra skóla í Fjarðabyggð. Þetta kom fram á fundi bæjarstjóra og fræðslustjóra með starfsfólki grunnskólans á Stöðvarfirði sem lauk síðdegis í gær.
Djúpið frumkvöðlasetur opnar á Djúpavogi laugardaginn 1. nóvember næstkomandi. Djúpið er bækistöð sem veitir frumkvöðlum aðstöðu, skapandi umhverfi, tengslanet og faglega ráðgjöf til að vinna að nýsköpun sinni.
Djúpavogshreppur leitar að öðru útgerðaraðila til að taka stöðu Vísis sem í morgun staðfesti að fiskvinnslu fyrirtækisins yrði hætt þar um áramót. Sveitarstjórinn bendir á að um leið hverfi mikill kvóti úr byggðarlaginu og kallar eftir því að þingmönum sé alvara með að nota fiskveiðistjórnunarkerfið til að halda landinu í byggð.
Fiskvinnsla hefst á Djúpavogi undir merkjum Búlandstinds um næstu áramót. Vísir hf. hefur selt fyrirtæki á staðnum, Ósnesi, hlutafé sitt í Búlandstindi á 500 þúsund krónur.
Það óhapp átti sér stað á bílaplaninu fyrir framan Bónus á Egilsstöðum síðastliðin miðvikudag að keyrt var á bíl Fríðu Björnsdóttur, leiðbeinandi hjá Stólpa. Töluvert tjón er á bílnum og virðist sem að ökumaðurinn sem olli tjóninu hafi stungið af.