Iðn- og tæknifyrirtæki eiga erfitt uppdráttar á Austurlandi vegna mikils spennuflökts á rafmagni. Rafmagnsverkfræðingur segir þau vart eiga annarra kosta völ en að flytja sig um set batni afhendingaröryggi á rafmagni ekki.
Minnihluti Fjarðalistans í bæjarstjórn Fjarðabyggðar sat hjá þegar ákveðið var að ráða Pál Björgvin Guðmundsson áfram sem bæjarstjóra. Fulltrúar listans vonast samt eftir góðu samstarfi við hann.
Bæjarstjórn Seyðisfjarðar vill að byrjað verði á framkvæmdum við Seyðisfjarðargöng árið 2016. Til þess þarf að tryggja fjármagn í rannsóknir þannig að þeim ljúki í tæka tíð.
Myndband sem íbúi í Neskaupstað gerði til að vekja athygli á seinagangi í gatnaframkvæmdum sveitarfélagsins Fjarðabyggðar hefur vakið mikla athygli í bænum. Bæjarstjórinn segir að framkvæmdunum verði lokið eins fljótt og hægt er.
Helstu ágreiningsmál framboðanna þriggja sem mynda nýjan meirihluta á Fljótsdalshéraði verða leyst með heildstæðum úttektum og stefnum. Umtalsverðar breytingar eru á nefndakerfi sveitarfélagsins.
Lögmannsstofan LEX hefur gefið út 70 síðna leiðarvísi fyrir ferðaþjónustuna um þau lögfræðilegu atriði sem þarf að huga að við stofnun og rekstur ferðaþjónustufyrirtækja. Ritinu er dreift ókeypis til ferðaþjónustufyrirtækja um allt land, þar á meðal þeirra tæplega 160 fyrirtækja í greininni sem starfa á Austurlandi.
Í meirihlutasamkomulag Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks í bæjarstjórn Fjarðabyggðar er talað sérstaklega um að ráða verkefnastjóra atvinnumála til sveitarfélagsins. Lækka á álögur á fjölskyldufólk í gegnum gjaldskrá skólastofnana.
Lægstu fasteignagjöld landsins eru á Vopnafirði þótt þau hækki töluvert á milli ára. Þau eru hins vegar í hærra lagi miðað við landsbyggðina á Egilsstöðum.
Oddvitar meirihlutaflokkanna í bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs segja að ekki hafi verið hægt að fallast á hugmyndir Framsóknarflokksins um samstarf allra í bæjarstjórn því B-lista fólk hafi viljað byrjað viðræðurnar á þeirra hugmyndum frekar en auðu borði.
Frú Agnes Sigurðardóttir, biskup Íslands, predikar í afmælismessu Egilsstaðakirkju sem haldin verður á sunnudag. Fjörutíu ár voru í byrjun vikunnar frá því kirkjan var vígð.