Þrjátíu starfsmenn Vísis fóru suður til að skoða aðstæður

visirhf flug 0003 webTæplega 30 starfsmenn fiskvinnslu Vísis á Djúpavogi fóru með morgunflugi frá Egilsstöðum klukkan níu áleiðis til Grindavíkur til að skoða aðstæður þar. Vísir hyggst hætta bolfiskvinnslu á Djúpavogi í sumar og hefur boðið starfsmönnunum að flytjast suður.

Lesa meira

Elfa Hlín efst hjá Seyðisfjarðarlistanum

elfa hlin webElfa Hlín Pétursdóttir, verkefnastjóri hjá Austurbrú, verður í forsvari fyrir Seyðisfjarðarlistann, nýtt framboð á Seyðisfirði. Í kynningu frá listanum, sem fengið hefur listabókstafinn L, segir að hann sé hópur af fólki sem vilji leggja samfélaginu á Seyðisfirði lið, óháð flokkapólitík.

Lesa meira

Sýslumanns- og lögreglustjóraembætti sameinuð: Hvar lendir Höfn?

logregla syslumadursey heradsdomuraustGert er ráð fyrir að einn sýslumaður og einn lögreglustjóri verði yfir öllu Austurlandi miðað við frumvörp sem samþykkt voru á Alþingi í morgun. Ekki er gert ráð fyrir uppsögnum starfsmanna og ekki hefur verið ákveðið var embættin verða með aðsetur.

Lesa meira

Endurreisn býður fram á Fljótsdalshéraði

askell einarsson sigadEndurreisn – listi fólksins er nýtt framboð á Fljótsdalshéraði sem Áskell Einarsson, bóndi í Eiðaþinghá, leiðir. Slagorð Listans er „Við gerum allt fyrir alla, en meira fyrir suma (með fyrirvara um efndir)".

Lesa meira

Hreppsnefndin hættir öll í Breiðdal

pall baldurs ingolfur finns april14Enginn sitjandi hreppsnefndarmanna í Breiðdalshreppi gefur kost á sér til áframhaldandi setu. Þar verður óhlutbundin kosning í fyrsta sinn í áraraðir.

Lesa meira

Arnbjörg leiðir Sjálfstæðismenn á Seyðisfirði

arnbjorg sveins des13Arnbjörg Sveinsdóttir, forseti bæjarstjórnar og fyrrverandi þingmaður, er efst á lista Sjálfstæðisflokksins á Seyðisfirði fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Konur skipa fjögur efstu sætin á listanum.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar