Sérútbúið beltatæki fyrir vinnu við háspennulínur og möstur sem Landsnet hefur fest kaup á kom að góðum notum á Hallormsstaðarhálsi á dögunum þegar skipta þurfti um brotna einangra og lagfæra leiðara á Fljótsdalslínu 2.
Fjölmargir opnir fundir verða haldnir á Austurlandi í vikunni. Í kvöld eru á dagskrá fundir á vegum SÁÁ á Eskifirði og um fjármál Fljótsdalshéraðs á Egilsstöðum. Á morgun verður haldinn íbúafundur í Neskaupstað.
Barði NK, skip Síldarvinnslunnar hefur verið stopp á Ísafirði undanfarna þrjá daga vegna bilunar. Skip fyrirtækisins hafa síðustu tvær vikur verið á síldarveiðum á Breiðafirði.
Jens Garðar Helgason, formaður bæjarráðs Fjarðabyggðar, segir ósk Smyril Line um viðræður um að Fjarðabyggðarhafnir verði áfangastaður ferjunnar Norrænu í framtíðinni hafa komið virkilega á óvart. Engin áform hafi verið uppi um að byggja upp ferjuhöfn í sveitarfélaginu.
Tæplega 200 manns sóttu um að komast að í gestavinnustofum menningarmiðstöðvarinnar Skaftfells á Seyðisfirði á næsta ári en umsóknarfresturinn rann út fyrir skemmstu. Aldrei hafa fleiri sóst eftir að dveljast í vinnustofunum.
Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, segir það eins og stóran happdrættisvinning fyrir Austfirðinga að álver Alcoa Fjarðaáls í Reyðarfirði hafi komist á laggirnar. Það hafi samt eins og fleiri verkefni byrjað sem hugmynd.
Framkvæmdastjóri Smyril Line - International segir enga ákvörðun hafa verið tekna um hvort heimahöfn Norrænu verði flutt frá Seyðisfirði til Fjarðabyggðar. Þær viðræður sem fyrirtækið hafi óskað eftir við Fjarðabyggð séu fyrst og fremst ætlaðar til að kanna hvaða þjónustu sé þar að fá.
Stærstu sveitarfélögin á Austurlandi, Fjarðabyggð og Fljótsdalshéraðs, eru bæði á vöktunarlista Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga út af skuldum. Gert er ráð fyrir að skuldir þeirra verði komnar undir 200% af veltu árið 2019.
Það vantar fleiri atvinnutækifæri á Breiðdalsvík til að renna stoðum undir byggðina og möguleikarnir eru fjölmargir. Þetta voru einróma skilaboð íbúaþings sem haldið var helgina 2. – 3. nóvember með um 50 þátttakendum.
Vilhjálmur Jónsson, bæjarstjóri Seyðisfjarðarkaupstaða, segir forsvarsmenn bæjarins ekkert hafa heyrt frá skipafélaginu Smyril Line, móðurfélagi Norrænu, um hvert markmið þeirra með viðræðum við fulltrúa nágrannasveitarfélagsins Fjarðabyggðar sé.
Forráðamenn Smyril-Line, sem heldur út farþegaferjunni Norrænu, hafa óskað eftir viðræður við bæjaryfirvöld í Fjarðabyggð um að taka á móti ferjunni í framtíðinni. Vegurinn yfir Fjarðarheiði þykir hamla vetrarþjónustu fyrirtækisins.