Nýr vegur opnaður til Vopnafjarðar: Skiptir miklu máli að fá loksins nútímalegan veg
Innanríkisráðherra, Hanna Birna Kristjánsdóttir, opnaði á miðvikudag formlega nýja vegtengingu við Vopnafjörð. Um er að ræða tæplega 60 km vegagerð sem tengir Vopnafjörð við hringveginn um Norðausturveg. Sveitarstjórinn segir nýja veginn mikinn feng fyrir Vopnfirðinga.Þingmaður Reykjavíkur heimsótti Austurland í kjördæmaviku
Venjan er sú að í kjördæmavikum Alþingis fari þingmenn heim í sín kjördæmi, ferðist um, hitti fólk og taki púlsinn á stöðunni. Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata í Reykjavíkurkjördæmi norður, fór þó öfuga leið og heimsótti Austurland.Embla Eir: Siglingar á norðurslóðum eru ekki hættulausar
Embla Eir Oddsdóttir, forstöðumaður Norðurslóðanets Íslands, varar menn við of mikill bjartsýni í tengslum við hugsanlegar siglingar fragtskipa um norðurslóðir. Þeim fylgir áhætta, bæði viðskiptalega og umhverfislega. Þá sé mikilvægt að gleyma ekki öðrum tækifærum á meðan beðið sé eftir að þær verði að veruleika.Fljótsdalshérað keypti reiðhöll á uppboði: Gjörningur sem skýtur skökku við á sparnaðartímum?
Fulltrúar minnihlutans í bæjarstjórn Fljótsdalshérað hafa áhyggjur af forgangsröðun í útgjöldum sveitarfélagsins í ljósi kaupa þess á reiðhöllinni á Iðavöllum á rúmar tuttugu milljónir fyrir skemmstu. Bæði þeir og fulltrúar úr meirihluta hafa áhyggjur af fjármögnun reksturs hallarinnar til framtíðarinnar. Forsvarsmenn meirihlutans saka ríkið um að hafa svikið loforð um stuðning við höllina og að rétt sé að styðja við starf hestamanna eins og annað íþróttastarf.Fyrsti síldarfarmurinn kominn til Vopnafjarðar
Vopnfirðingar fögnuðu því í dag að fyrsti farmur íslensku síldarinnar á þessari vertíð kom að bryggju. Ingunn AK var fyrsta skipið úr flota HB Granda til að leita á miðin en Lundey NS hóf einnig veiðar í gær.Menningarsamningur á Austurlandi skarar fram úr: Austurland er þroskaðasta svæðið
Menningarsamningur Austurlands er sá menningarsamningur landshluta sem mestum árangri skilar. Samningurinn hér er elstur og kemur það Austfirðingum til góða. Austurland fær samt talsvert minna fé til menningarmála frá ríkinu heldur en aðrir landshlutar.Friðrik Brynjar dæmdur í 16 ára fangelsi: Þykir ekki eiga sér neinar málsbætur
Friðrik Brynjar Friðriksson var í dag dæmdur í 16 ára fangelsi fyrir að hafa ráðið Karli Jónssyni bana í íbúð hans á Blómvangi 2 á Egilsstöðum aðfaranótt 7. maí. Dómarar mátu frásögn hans í lykilatriðum ótrúverðuga og sögðu hann ekki eiga sér neinar málsbætur.