Forseti Íslands segir að staða Íslands í heiminum hafi aldrei verið mikilvægari en á næstu tveimur áratugum, einkum vegna nýrra siglingaleiða sem gætu opnast í gegnum norðurslóðir. Ýmis tækifæri gætu þar opnast fyrir Austfirðinga enda svæðið vel staðsett gagnvart siglingaleiðinni.
Héraðsdómur Austurlands dæmdi í síðustu viku tvítugan karlmann í 30 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að skalla lögreglumann við skyldustörf tvisvar í andlitið.
Framkvæmdir eru hafnar við viðbyggingu við Gistihúsið á Egilsstöðum. Með nýbyggingunni bætast við ný og glæsileg gestamóttaka, heilsulind, 30 herbergi og lyftuhús.
Fyrsta sprengingin fyrir nýjum Norðfjarðargöngum var sprengd Eskifjarðarmegin skömmu eftir hádegi á laugardag. Íbúar á Eskifirði mega því eiga von á að heyra sprengingar af og til næstu mánuðina.
Undirbúningur við ný Norðfjarðargöng heldur áfram en búist er við að formlegur gangagröftur hefjist fyrri hluta nóvembermánaðar. Norðfjarðarmegin er byrjað að gera klárt svæði undir vinnubúðir.
Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs stóð fyrir svokölluðum bæjarstjórnarbekk þriðjudaginn 15. október. Fulltrúar allra framboða í bæjarstjórn komu sér þá fyrir í kaffihorni Nettó og ræddu málin við gesti og gangandi.
Hlýrra loftslag gæti aukið möguleika Íslendinga til nytjaskógræktar. Þó er óvíst að sú hlýnun sem spáð er dugi Íslendingum til að rækta nýjar tegundir. Erfitt er því að vita tækifæri gætu opnast skógræktendum.
Kjördæmisráð Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Norðausturkjördæmi segir stórfelldan niðurskurð blasa við í byggðamálum í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar.
Félagar í Lögreglufélagi Austurlands harma niðurstöður skýrslu um vinnumenningu og kynjatengsl innan lögreglunnar. Rannsóknin sýndi fram á erfiða stöðu kvenna innan lögreglunnar.
Rúmlega fertugur karlmaður frá Máritaníu var í Héraðsdómi Austurlands dæmdur í þrjátíu daga fangelsi fyrir að framvísa fölsuðu vegabréfi við komu hingað til lands með ferjunni Norrænu.
Ekki þýðir að halda því fram að loftslagsbreytingar séu ekki til staðar þótt allar spár gangi ekki eftir. Spálíkön eru misgóð en alla jafna kjósa vísindamenn að fara varlega í niðurstöðurnar. Í sunnanverðri Evrópu eru þegar farnar að sjást afleiðingar hlýnunar jarðar á skógrækt.
Hlýrra var í veðri á Austfjörðum í lok síðustu viku heldur en víða í Evrópu. Hæðin sem ráðið hefur veðrinu undanfarna daga hefur misst afl sitt og því er von á kaldari straumum úr þessu. Eitt daghitamet féll en hitametið fyrir mánuðinn stendur enn óhaggað.