Ríkissaksóknari hefur ákært ríflega tvítugan karlmann fyrir að hafa stefnt lífi og heilsu vegfarenda og lögreglumanna í „augljósan háska á ófyrirleitinn hátt.“ Maðurinn ók undir áhrifum áfengis og reyndi að stinga lögregluna af á leiðinni upp Fagradal.
Heilbrigðiseftirlit Austurlands (HAUST) veitti í sumar rekstraraðila Hótel Tanga áminningu fyrir brot á matvælalöggjöf, ákvæðum starfsleyfis og ítrekuðum fyrirmælum HAUST. Forsvarsmenn fyrirtækisins segjast vera búnir að bæta úr þeim atriðum sem athugasemdir voru gerðar við.
Björgunarsveitarmenn frá Fljótsdalshéraði og Seyðisfirði stóðu í ströngu í gærkvöldi þegar selflytja þurfti hundruð ferðamanna af Fjarðarheiði niður á Seyðisfjörð í ferjuna Norrænu. Þrjár stórar rútur sátu þar fastar í mikilli hálku.
Gryfjan sem þarf að grafa í fjallshlíðina áður en gangagröftur getur hafist er nefnd forskering. Hluti hennar er grafin í laust efni mest skriðuefni en hluti í klöpp sem þarf að sprengja. Hafin er vinna við forskeringuna Eskifjarðarmegin og búið að grafa burtu mest af lausu jarðefnunum og unnið að undirbúningi sprenginga.
Fyrsta sprengingin við gerð nýrra Norðfjarðargana Eskifjarðarmegin verður á morgun, laugardaginn 12. október 13:00. Nokkrar takmarkanir verða á umferð af þeim sökum.
Bleik lýsing umhverfis andapollinn á Reyðarfirði hefur vakið umtalsverða athygli vegfarenda en lýsingin er hugarfóstur hvunndagshetju Krabbameinsfélags Austfjarða í ár. Austfirðingar eru hvattir til að klæðast bleiku á morgun.
Ekki er hægt að komast á milli Reyðarfjarðar og Hafnar í Hornafirði með almenningssamgöngum þar sem engar slíkar eru á milli Breiðdalsvíkur og Djúpavogs. Styrkir við flugsamgöngur hafa áhrif á styrki til samgangna á landi.
Matvælastofnun telur að tekist hafi að uppræta smitandi barkabólgu sem greindist í kúm á kúabúinu á Egilsstöðum í fyrrahaust. Ekki hefur enn tekist að rekja hvaðan smitið barst.
Óvenju hlýtt var í veðri á Austfjörðum í dag miðað við að kominn sé tíundi október. Ríflega tuttugu stiga hiti mældist á Kollaleiru í Reyðarfirði á níunda tímanum í kvöld. Á Seyðisfirði lögðu menn vetrarúlpunum fyrir léttari yfirhafnir.
Um helmingur þeirra veiðileyfa sem í boði eru á vefnum hlunnindi.is hefur verið seldur síðan sala á leyfunum hófst í gærkvöldi. Aðstandendur vefsins segja tilganginn með honum að byggja upp vef landaupplýsingum fyrir veiði á einum stað.
Lögreglustjórinn á Eskifirði hefur ákært karlmann á fertugsaldri fyrir að hafa dregið rúmlega tvítugan karlmann á hárinu út úr bifreið sinni. Sá maður er á móti ákærður fyrir að hafa slegið árásaraðilann.
Ríflega 100 milljóna viðsnúningur hefur orðið á rekstri Seyðisfjarðarkaupstaðar á undanförnum tveimur árum. Haustið 2011 var gripið til umfangsmikilla hagræðingaraðgerða í rekstri sveitarfélagsins eftir viðvarandi hallarekstur.