Hótel Tanga veitt áminning fyrir brot á reglum um matvæli

hotel tangi webHeilbrigðiseftirlit Austurlands (HAUST) veitti í sumar rekstraraðila Hótel Tanga áminningu fyrir brot á matvælalöggjöf, ákvæðum starfsleyfis og ítrekuðum fyrirmælum HAUST. Forsvarsmenn fyrirtækisins segjast vera búnir að bæta úr þeim atriðum sem athugasemdir voru gerðar við.

Lesa meira

Norðfjarðargöng: Hvað er forskering?

forskering esk webGryfjan sem þarf að grafa í fjallshlíðina áður en gangagröftur getur hafist er nefnd forskering. Hluti hennar er grafin í laust efni mest skriðuefni en hluti í klöpp sem þarf að sprengja. Hafin er vinna við forskeringuna Eskifjarðarmegin og búið að grafa burtu mest af lausu jarðefnunum og unnið að undirbúningi sprenginga.

Lesa meira

Norðfjarðargöng: Fyrsta sprengingin á morgun

01102013 4Fyrsta sprengingin við gerð nýrra Norðfjarðargana Eskifjarðarmegin verður á morgun, laugardaginn 12. október 13:00. Nokkrar takmarkanir verða á umferð af þeim sökum.

Lesa meira

Barkabólgan á Egilsstaðabýlinu upprætt

egilsstadir fjosMatvælastofnun telur að tekist hafi að uppræta smitandi barkabólgu sem greindist í kúm á kúabúinu á Egilsstöðum í fyrrahaust. Ekki hefur enn tekist að rekja hvaðan smitið barst.

Lesa meira

Hlunnindi.is: Helmingur leyfanna seldur á fyrsta sólarhringnum

hlunnindi gardar siggi 0001 webUm helmingur þeirra veiðileyfa sem í boði eru á vefnum hlunnindi.is hefur verið seldur síðan sala á leyfunum hófst í gærkvöldi. Aðstandendur vefsins segja tilganginn með honum að byggja upp vef landaupplýsingum fyrir veiði á einum stað.

Lesa meira

Ákærður fyrir að draga annan mann út úr bíl á hárinu

logreglanLögreglustjórinn á Eskifirði hefur ákært karlmann á fertugsaldri fyrir að hafa dregið rúmlega tvítugan karlmann á hárinu út úr bifreið sinni. Sá maður er á móti ákærður fyrir að hafa slegið árásaraðilann.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar