Ofveiði ógnar makrílstofninum
Hætta er að makrílstofninn hrynji verði áfram veitt úr honum meira en Hafrannsóknarstofnunin leggur til. Hlýnun sjávar ógnar loðnustofninum. Þorskstofninn er á uppleið eftir mögur ár.
Hætta er að makrílstofninn hrynji verði áfram veitt úr honum meira en Hafrannsóknarstofnunin leggur til. Hlýnun sjávar ógnar loðnustofninum. Þorskstofninn er á uppleið eftir mögur ár.
Opið hús verður í veiðihúsinu Árhvammi við Hofsá í Vopnafirði á morgun en í vetur hafa staðið yfir framkvæmdir við húsið.
Ný kersmiðja var opnuð við álver Alcoa á Reyðarfirði í dag. Iðnaðarráðherra ásamt forstjóra álversins klipptu á borða í tilefni þess.
Dorrit Moussaieff, forsetafrú, gaf skýrt til kynna að hún hefði verið ósammála ákvörðun eiginmanns síns, Ólafs Ragnars Grímssonar, um að gefa áfram kost á sér sem forseti Íslands. Ólafur gaf til kynna í nýársvarpi sínu að hann ætlaði að hætta en snérist hugur eftir að hafa fengið áskoranir frá um 30.000 Íslendingum.
Þóra Arnórsdóttir, forsetaframbjóðandi, segist ekki hafa vitað af ósætti mótframbjóðenda sinna Ara Trausta Guðmundssonar, Herdísar Þorgeirsdóttur, Andreu Ólafsdóttur og Hannesar Bjarnasonar með fyrirkomulag sjónvarpskappræðna á Stöð 2 á sunnudaginn var. Hún segist vilja leggja meiri áherslu á umræður um framtíðina en fortíðina.
Íbúðalánasjóður hefur sett, eða er að setja, 54 húseignir í sölumeðferð á svæðinu frá Langanesbyggð til Hornafjarðar. Sjóðurinn á 237 eignir á svæðinu.
Lögreglan í Fjarðabyggð tók sama manninn tvisvar vegna gruns um að hann keyrði undir áhrifum fíkniefna. Við húsleit hjá manninum fannst rúmlega hálft kíló af kannabisi og tæki til ræktunar.
Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.