Hestaníðingur á ferð á Egilsstöðum?

logreglumerki.jpgGrunur er um að dýraníðingur hafi skorið kynfæri hryssu sem höfð var í hesthúsum í Fossgerði á Fljótsdalshéraði. Málið hefur verið kært til lögreglu.

 

Lesa meira

Banaslys á veginum um Kambanes

05_36_56---the-cross_web.jpgBanaslys varð á veginum um Kambanes í gærkvöldi. Ökumaður á fimmtugsaldri fórst eftir að hafa kastast út úr bílnum.

 

Lesa meira

Gömlu kaupfélagsskrifstofurnar seldar

egilsstadir.jpgHúsnæðið sem áður hýsti skrifstofur Kaupfélags Héraðsbúa og byggingavörudeild hefur verið selt. Fleiri eignir í miðbæ Egilsstaða hafa selst undanfarið. Viðskiptin eru merki um að líf sé að færast í svæðið á ný en áform um nýjan miðbæ hafa að mestu legið í salti eftir kreppuna.

 

Lesa meira

Eskfirðingar harmi slegnir: Parið bjó þar um tíma

logreglumerki.jpgDavíð Baldursson, sóknarprestur á Eskifirði, segir Eskfirðinga harmi slegna eftir fréttir um að hálfþrítugur karlmaður hefði banað tvítugri barnsmóður sinni í Reykjavík í gær. Parið bjó á Eskifirði um tíma.

 

Lesa meira

Íbúakosning um olíubirgðastöð?

oliubirgdastod_eyri.jpgMinnihlutinn í bæjarstjórn Fjarðabyggðar vill kjósa um byggingu fyrirhugaðrar olíubirgðastöðvar í Reyðarfirði. Fulltrúar meirihlutans segja það ótímabært. Þeir telja mikil atvinnutækifæri fólgna í stöðinni.

 

Lesa meira

AFL undirbýr allsherjarverkfall

afl.gifSamninganefnd ALFs Starfsgreinafélags samþykkti í gær að fela formanni félagsins, Hjördísi Þóru Sigurþórsdóttur, að hefja undirbúning boðunar allsherjarverkfalls á félagssvæðinu sem nær yfir allan Austfirðingafjórðung.

 

Lesa meira

Launagreiðslur HB Granda á Vopnafirði nærri hálfur milljarður í fyrra

vopnafjordur.jpgFjárfestingar HB Granda  í uppsjávarvinnslu félagsins á Vopnafirði hafa numið meira en  fjórum milljörðum króna frá þeim tíma sem liðinn er frá sameiningu HB Granda og Tanga fyrir sjö árum. Vilhjálmur Vilhjálmsson deildarstjóri uppsjávardeildar HB Granda segir að á þessu ári sé fyrirhugað að fjárfesta fyrir rúmar 200 milljónir króna á Vopnafiði.

 

Lesa meira

Hrundi úr Oddskarðsgöngum: Vilja ný Norðfjarðargöng strax

norfjarargng_vefur.jpgÍ byrjun vikunnar urðu vegfarendur um Oddskarðsgöng varir við að hrunið hafði úr lofti ganganna við gangnamunnann Eskifjarðarmegin. Bæjarráð Fjarðabyggðar vill að staðið verði við samgönguáætlun þar sem gert er ráð fyrri að byrjað verði á nýjum göngum í ár.

 

Lesa meira

Hátíðahöld víða um Austurland í tilefni 1. maí

afl.gifAFL Starfsgreinafélag stendur fyrir samkomum í öllum þéttbýliskjörnum Austurlands í tilefni alþjóðadags verkalýðsins í dag. Dagskráin hófst í morgun á Egilsstöðum klukkan 10:00 þar sem Sigríður Dóra Sverrisdóttir var ræðumaður og á Djúpavogi klukkan hálf ellefu þar sem Reynir Arnórsson var ræðumaður. Dagskráin er annars sem hér segir.

 

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar