Fjandsamlegar úthlutunarreglur byggðakvóta?
Sveitastjórn Djúpavogshrepps er afar ósátt við að engum byggðakvóta var úthlutað í byggðarlagið á yfirstandandi fiskveiðiári.
Sveitastjórn Djúpavogshrepps er afar ósátt við að engum byggðakvóta var úthlutað í byggðarlagið á yfirstandandi fiskveiðiári.
Flugvöllurinn á Egilsstöðum er nú eini alþjóðlegi flugvöllurinn á Íslandi sem er opinn fyrir umferð. Flugvöllunum í Keflavík, Reykjavík og á Akureyri hefur verið lokað eftir að eldgos hófst á Fimmvörðuhálsi seint í gærkvöldi.
Stjórnmálaskólinn, námskeið um stjórnmál, verður haldið á Egilsstöðum um helgina.
Elvar Jónsson, kennari í Neskaupstað, leiðir lista Fjarðalistans í komandi sveitastjórnarkosningum. Smári Geirsson, fráfarandi bæjarfulltrúi, skipar heiðurssætið. Konur eru í meirihluta á framboðslistanum.
Ríkisútvarpið hefur selt Mánatölvum húsnæði sitt á Egilsstöðum. Húsnæðið var sett á sölu hjá Ríkiskaupum og selt hæstbjóðanda á dögunum.
Sjálfstæðismenn á Fljotsdalshéraði hafa ákveðið að standa fyrir skoðanakönnun við uppstillingu á framboðslista flokksins vegna sveitarstjórnakosninganna í vor. Viðhaft verður sama form og við skoðanakönnunina hjá Sjálfstæðismönnum í Fjarðabyggð. 11 gefa kost á sér.
Liðsmenn samtakananna Jerico, sem berjast gegn einelti, standa fyrir fyrirlestri á Reyðarfirði á sunnudag.
Guðlaugur Haraldsson og Kristján Vigfússon björguðu á laugardag lífi sjö ára drengs sem varð undir grjóti í Grjótá í Eskifirði. Eftir nokkrar tilraunir náðist drengurinn upp úr ánni, helblár og meðvitundarlaus.
Stjórn AFLs skorar á þingmenn og stjórnvöld og hysja upp um sig buxurnar og grípa strax til úrræða í efnahagsmálum til að kreppan verði ekki enn dýpri. Annars sé tilvera þeirra á þingi „tilgangslaus og nauðsyn að skipta þeim út fyrir aðra sem ekki eru eins verkfælnir.“
Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.