Steingrímur á Seyðisfirði
Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra og formaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, verður viðstaddur þegar kosningaskrifstofa flokksins á Seyðisfirði verður opnuð í kvöld klukkan 20:00 Allir eru velkomnir og heitt verður á könnunni.
Helga ætlar ekki að halda áfram sem bæjarstýra
Helga Jónsdóttir, bæjarstýra í Fjarðabyggð, sækist ekki eftir að verða ráðin aftur í starfið þegar ráðningartímabil hennar rennur út eftir sveitarstjórnarkosningar í vor. Helga tilkynnti þetta á bæjarráðsfundi í morgun. Hún segir dræmar undirtektir ríkisins við Norðfjarðargöng mestu vonbrigðin á starfstímabilinu.
Iceland Express skildi eftir hluta farangurs í Varsjá
Nokkur rekistefna varð á flugvellinum á Egilsstöðum síðasta laugardag þegar farþegar sem voru að koma frá Varsjá með Iceland Express uppgötvuðu að hluti farangursins hafði verið skilin eftir þegar flugvélin fór í loftið þar úti.Verkalýðshreyfingin hefur ekki staðið sig
Forsvarsmenn AFLs – starfsgreinafélag, segja að verkalýðshreyfingin hafi ekki enn tekið forustuna í uppbyggingu íslensks samfélags eftir efnahagshrunið eins og þurft hefði.
Á listinn á Fljótsdalshéraði birtir framboðslista
Á listi áhugafólks á Fljótsdalshéraði um sveitastjórnamál hefur samþykkt og lagt fram framboðslista sinn vegna sveitastjórnakosninga nú síðast í mai. Gunnar Jónsson bóndi á Egilsstöðum á Völlum skipar fyrsta sæti listans.Landa kolmunna á Vopnafirði
Faxi RE og Lundey NS eru á leiðinni til Vopnafjarðar af kolmunnamiðunum suður af Færeyjum með fullfermi af kældum afla eða alls um 2.700 tonn.Arnbjörg efst á lista Sjálfstæðismanna á Seyðisfirði
Framboðslisti Sjálfstæðisflokksins á Seyðisfirði hefur verið samþykktur. Fyrsta sæti listans skipar Arnbjörg Sveinsdóttir fyrrverandi alþingiskona. Bæjarstjóraefni Sjálfstæðismanna er Ólafur Hreinn Sigurðsson, núverandi bæjarstjóri. Tvær konur skipa efstu tvö sætin.
Björn Hafþór hættir í vor
Björn Hafþór Guðmundsson, sveitarstjóri í Djúpavogshreppi, ætlar ekki að halda áfram í því starfi eftir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. Þetta staðfesti Björn Hafþór í samtali við agl.is.