Skoðanakönnun hjá sjálfstæðismönnum á Fljótsdalshéraði

Sjálfstæðismenn á Fljotsdalshéraði hafa ákveðið að standa fyrir skoðanakönnun við uppstillingu á framboðslista flokksins vegna sveitarstjórnakosninganna í vor. Viðhaft verður sama form og við skoðanakönnunina hjá Sjálfstæðismönnum í Fjarðabyggð. 11 gefa kost á sér.

Lesa meira

Erna dæmd úr leik

Erna Friðriksdóttir, sem í gær keppti í sitjandi flokki í svigi á vetrarólympíuleikum fatlaðra í Vancouver í Kanada, var dæmd úr leik eftir keppnina.

 

Lesa meira

Jón Björn Hákonarson í fyrsta sæti hjá Framsókn

Jón Björn Hákomarson sigraði í prófkjöri Framsóknarflokksins í Fjarðabyggð í dag. Guðmundur Þorgrímsson varð í öðru sæti. Þeir tveir sóttust eftir fyrsta sætinu í prófkjörinu.

Lesa meira

Skora á þingmenn að hysja upp um sig buxurnar

Stjórn AFLs skorar á þingmenn og stjórnvöld og hysja upp um sig buxurnar og grípa strax til úrræða í efnahagsmálum til að kreppan verði ekki enn dýpri. Annars sé tilvera þeirra á þingi „tilgangslaus og nauðsyn að skipta þeim út fyrir aðra sem ekki eru eins verkfælnir.“

 

Lesa meira

Lést í umferðarslysi á Vallavegi

Maðurinn sem lést í umferðarslysi á Vallarvegi suður af Egilsstöðum á laugardagsmorgun, hét Þórólfur Helgi Jónasson frá Lynghóli í Skriðdal. Hann var fæddur 1988, ógiftur og barnlaus.

Lesa meira

Landað á Breiðdalsvík

Línubátarnir Ragnar SF 550 og Guðmundur Sig SF 650 frá Hornafirði, lönduðu tæpum 27 tonnum af fiski á Breiðdalsvík í gærkveldi, aflinn var að mestu steinbítur.

Lesa meira

Metvika á agl.is

Síðasta vika var sú stærsta hjá agl.is frá upphafi en 5.015 gestir sóttu vefinn samkvæmt tölum frá Modernus – Samræmdri vefmælingu.

 

Lesa meira

Bílvelta í Heiðarenda

Fólksbíll valt á veginum um Heiðarenda, á leiðinni frá Egilsstöðum norður á Jökuldal, milli klukkan 19 og 20  í kvöld.   Ökumaður sem í bílnum var ásamt farþega sluppu ómeiddir, en bíllinn varð óökufær við veltuna.

Lesa meira

Banaslys við Egilsstaði

Banaslys varð á Vallavegi um 10 kílómetrum sunnan við Egilsstaði, við bæinn Ketilsstaði á áttunda tímanum í morgun.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar