Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings hefur lagt blessun sína yfir að bætt verði við strætóstoppi utan við flugstöðina á Egilsstöðum eins og mörg köll hafa verið eftir síðan tekið var upp bílastæðagjald við völlinn snemma í sumar.
Fjórða Matarmót Austurlands fór fram fyrir skömmu og tókst með afbrigðum vel enda slagaði fjöldi gesta þær þrjár stundir sem opið var fyrir almenning hátt í þúsund manns. Sá mikli fjöldi setti reyndar eina strikið í reikninginn.
Rannsókn lögreglunnar á Austurlandi á andláti eldri hjóna í Neskaupstað í ágúst er á lokametrunum. Þar með styttist í útgáfu ákæru gegn manni sem grunaður er um að hafa ráðið þeim bana.
Hlýndakaflinn á landinu síðustu vikurnar hefur haft þau áhrif að staða miðlunarlóna Landsvirkjunar norðan- og austanlands hefur batnað verulega sem þýðir að raforkuskerðingar til stórnotenda, sem áttu að hefjast í þessari viku, hefjast ekki fyrr en um áramótin.
Um margra ára bil hefur ekki verið sjón að sjá mikla augnlæknaþjónustu á Austurlandi heldur þvert á móti hafa íbúar í fjórðungnum þurft að gera sér að góðu að halda til höfuðborgarinnar til að fá einhverja slíka þjónustu. Tímamót eru þó að verða á næstunni.
Tveir rýni- og starfshópar sem Fjarðabyggð fékk til að greina og grandskoða breytingar til batnaðar í skólastarfi leik- og grunnskóla sveitarfélagsins til framtíðar hafa sett vinnu sína á ís til nýs árs sökum kjaradeilna Kennarasambands Íslands
Samfylkingin mælist stærst í nýjum þjóðarpúlsi Gallup sem kannar fylgi stjórnmálaflokka í Norðausturkjördæmi. Framsóknarflokkurinn gefur eftir í jafnri baráttu um þingsæti en Viðreisn sækir áfram í sig veðrið.
Austurfrétt/Austurglugginn, í samvinnu við Valaskjálf, standa fyrir opnum framboðsfundi með fulltrúum allra framboða í Norðausturkjördæmi næsta fimmtudag.
Þórhildur Tinna Sigurðardóttir tekur við starfi forstöðumanns Menningarstofu Fjarðabyggðar frá og með 1. desember næstkomandi. Hún tekur við af Jóhanni Ágúst Jóhannsyni.