Spár Veðurstofu Íslands frá því í gær um ofsaveður á öllu austanverðu landinu síðdegis í dag og fram á morgunn eru að raungerast og reyndar að versna. Viðvaranir nú komnar í appelsínugult og búið að aflýsa nánast öllu innanlandsflugi.
Álag á nemendur í þremur bekkjum grunnskóla á Austurlandi minnkar töluvert á milli ára samkvæmt Íslensku æskulýðsrannsókninni 2024 sem gerð var opinber í vikunni. Þá finna mun færri nemendur fyrir þreytu á skólatíma.
Íbúar og gestir Hallormsstaðar mega eiga von á að geta neytt vatns vandræðalaust beint úr krananum eigi síðar en frá og með næstu mánaðarmótum samkvæmt áætlunum HEF-veitna.
Yfirhafnarvörður Seyðisfjarðarhafnar, vinsælustu skemmtiferðaskipahafnar Austurlands, staðfestir að farið er að bera á afbókunum slíkra skipa næstu tvö árin.
Eyjólfur Þorkelsson, sérfræðingur í heimilislækningum, mun um mánaðarmótin taka formlega við sem framkvæmdastjóri lækninga á Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA.) Hann tekur þar upp keflið fyrir Pétur Heimisson sem er að hætta störfum.
Það ekki óþekkt að ryk- eða sandstormar af hálendinu dreifist yfir austfirsk fjöll og dali við tileknar aðstæður. Hins vegar mjög óvenjulegt að slíkt berist alla leiðina frá miðbaug í Afríku eins og raunin hefur verið síðasta sólarhring eða svo.
Staða íbúðauppbyggingar á Austurlandi er ekki nógu góð að mati Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS.) Í liðnum september voru 114 íbúðir í byggingu í fjórðungnum en fjöldinn þyrfti að vera kringum 180 til að mæta þörfinni.
Meirihluti oddvita þeirra tíu framboða sem bjóða fram í Norðausturkjördæmi til kosninga til Alþingis eru sammála um að Fjarðarheiðargöng skuli áfram vera númer eitt, tvö og þrjú í gangnagerð næstu ríkisstjórnar.
Oddvitar framboðanna til Alþingis í Norðausturkjördæmi mætast í beinni útsendingu á RÚV og Austurfrétt. Rætt verður um áherslumál framboðanna í kjördæminu.
Íbúum Austurlands, frá Vopnafirði til Djúpavogs, hefur fjölgað um alls 190 einstaklinga frá áramótum. Mest í Fjarðabyggð en sveitarfélagið Múlaþing heldur þó enn titlinum fjölmennasta sveitarfélagið.