„Fundurinn er í raun haldinn til að tengja saman fyrirtæki sem hafa áhuga á að vinna saman í tengslum við beina flugið," segir María Hjálmarsdóttir, verkefnastjóri flugvallarverkefnisins, en Austurbrú boðar til fundar með Discover The World klukkan 10:00 þann 30. nóvember á Hótel Héraði Icelandair Hótelinu á Egilsstöðum.
Bæjarstjóri Fljótsdalshéraðs viðurkennir að sveitarfélagið sé skuldsett en segir fjárflæði það tryggt að lítil hætta sé á að skuldirnar gjaldfalli eða að draga þurfi úr þjónustu. Ekki verður hins vegar hægt að efla þjónustu eins og margir höfðu vonast til á næsta ári vegna almennra útgjaldahækkana.
Kynslóðaskipti á bújörðum verða ekki í einu vettvangi heldur eru langt ferli, einkum ef vel á að takast til. Kynslóðaskipti eru áhersluatriði í nýju verkefni Ráðgjafamiðstöðvar landbúnaðarins sem stýrt hefur verið frá Austurlandi.
Forsvarsmenn Wasabi Iceland hyggjast koma ræktun sinni á japönsku kryddjurtinni fyrir í gróðurhúsi Barra á Fljótsdalshéraði. Vonast er til að hægt verði að hefja ræktunina í byrjun næsta árs.
Félag opinberra starfsmanna á Austurlandi (FOSA) skrifaði á föstudagskvöld undir nýjan kjarasamning við ríkið og samþykkti í síðustu viku nýjan samning við ríkið. Formaður félagsins segir að sveitarfélögunum hafi verið mætt á miðri leið.
Fasteignaverð hefur hækkað minnst það sem af er ári á Austurlandi en hækkunin er þó nokkur á síðustu ár. Fermetraferð íbúðarhúsnæðis í fjórðungnum er það þriðja lægsta á landinu.
Héraðsdómur Austurland hefur dæmt unglingspilt í 18 mánaða skilorðsbundið fangelsi til fjögurra ára fyrir ítrekuð kynferðisbrot gegn ungri stúlku. Piltinum er gert að sæta sérstöku eftirliti og leita sér sálfræðiaðstoðar á tímabilinu.
Kynfræðingurinn Sigga Dögg Arnardóttir verður með fyrirlestur fyrir foreldra grunn- og framhaldsskólanemenda í fyrirlestrarsal Verkmenntaskóla Austurlands Neskaupstað í kvöld.
Á sjöunda tug nemenda, fyrrum nemenda og kennara mættu á málþing um Pésann, blað nemenda í Menntaskólanum á Egilsstöðum í gærkvöldi. Formaður nemendafélags skólans (NME) segir til þessa hafa verið óvinsælt að ræða breytingar á blaðinu sem lengi hefur verið umdeilt.