Fulltrúar F lista framfara sem náði með naumindum meirihluta í sveitarstjórn Djúpavogshrepps í síðustu sveitarstjórnarkosningum fara með lykilembættin í nýrri sveitarstjórn. Klofningur varð við kjör á varaoddvita.
Slökkvilið Fljótsdalshérað var kallað út laust fyrir hádegi vegna bruna í mannvirki sem áður tilheyrði útileikhúsinu í Selskógi. Vel gekk að slökkva glóðina sem þar hafði kraumað.
Sveitastjórnarmenn á Austurlandi hafa áhyggjur af dreifikerfi raforku á svæðinu. Á Héraði vilja menn samstillt átak Austfirðinga til að vinna að úrbótum.
Loðnuvinnslan á Fáskrúðsfirði tilkynnti í gær um að ákveðið hefði verið að kaupa skipið Smaragd frá Noregi. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins segir að tilkoma skipsins feli í sér byltingu fyrir gæði afla og aðstöðu áhafnar.
Fjarðará í Seyðisfirði var í miklum ham í morgun eins og fleiri austfirsk vatnsföll. Áin hefur þó heldur róast seinni partinn eftir hádegið enda hefur rigningunni létt.
Mælingar á löxum og seiðum úr Jökulsá á Dal gefa til kynna að lífsskilyrði fyrir fiskin séu góð í ánni. Veiðisvæðið í ánni hefur stækkað eftir að gerður var fiskigangur við svokallaðan Steinboga fyrir tveimur árum.
Hreppsnefnd Vopnafjarðarhrepps hefur samþykkt að auglýsa starfs sveitarstjóra laust til umsóknar. Tillaga þess efnis var samþykkt á fyrsta fundi nýrrar sveitarstjórnar í síðustu viku.
Útlit er fyrir að flutningaskipið Uta verði á Reyðarfirði næstu vikurnar. Skipið, sem kyrrsett var í Mjóeyrarhöfn í síðustu viku, var í gær flutt þaðan og inn á Reyðarfjörð. Um þriðjungur þess farms sem var í skipinu er enn í Mjóeyrarhöfn.
Gríðarlegir vatnavextir eru í ám víða á Austurlandi, sérstaklega á suðurfjörðum. Rennsli Fossár í Berufirði og Geithellnaár fimmfaldaðist á nokkrum klukkustundum í nótt.
Héraðsdómur Austurlands dæmdi í síðustu viku karlmann á fertugsaldri í hálfs árs fangelsi fyrir ítrekaðar hótanir í garð lögregluþjóna. Hótanirnar beindust meðal annars að fjölskyldumeðlimum lögreglu.
Forstjóri Landsnets segist skilja að forsvarsmenn fyrirtækja á Austurlandi séu hugsi um framtíð rekstrarins vegna ótryggrar afhendingar á rafmagni. Illa hefur gengið að fylgja eftir hugmyndum um nýja byggðalínu en sú gamla er úr sér gengin.