Nýtt beltatæki Landsnets reyndist vel á Hallormsstaðarhálsi

beltataeki landsnet webSérútbúið beltatæki fyrir vinnu við háspennulínur og möstur sem Landsnet hefur fest kaup á kom að góðum notum á Hallormsstaðarhálsi á dögunum þegar skipta þurfti um brotna einangra og lagfæra leiðara á Fljótsdalslínu 2.

Lesa meira

Barði NK stopp á Ísafirði vegna bilunar

svn logoBarði NK, skip Síldarvinnslunnar hefur verið stopp á Ísafirði undanfarna þrjá daga vegna bilunar. Skip fyrirtækisins hafa síðustu tvær vikur verið á síldarveiðum á Breiðafirði.

Lesa meira

Jens Garðar: Erindi Smyril Line kom okkur virkilega á óvart

jens gardar helgason mai12Jens Garðar Helgason, formaður bæjarráðs Fjarðabyggðar, segir ósk Smyril Line um viðræður um að Fjarðabyggðarhafnir verði áfangastaður ferjunnar Norrænu í framtíðinni hafa komið virkilega á óvart. Engin áform hafi verið uppi um að byggja upp ferjuhöfn í sveitarfélaginu.

Lesa meira

Metaðsókn í gestavinnustofur Skaftfells

skaftfell gestavinnustofaTæplega 200 manns sóttu um að komast að í gestavinnustofum menningarmiðstöðvarinnar Skaftfells á Seyðisfirði á næsta ári en umsóknarfresturinn rann út fyrir skemmstu. Aldrei hafa fleiri sóst eftir að dveljast í vinnustofunum.

Lesa meira

Ragnheiður Elín: Álverið er happadrættisvinningur Austfirðinga

ragnheidur elin arnadottir webRagnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, segir það eins og stóran happdrættisvinning fyrir Austfirðinga að álver Alcoa Fjarðaáls í Reyðarfirði hafi komist á laggirnar. Það hafi samt eins og fleiri verkefni byrjað sem hugmynd.

Lesa meira

Framkvæmdastjóri Smyril Line: Þetta eru fyrst og fremst könnunarviðræður

Runi V Poulsen webFramkvæmdastjóri Smyril Line - International segir enga ákvörðun hafa verið tekna um hvort heimahöfn Norrænu verði flutt frá Seyðisfirði til Fjarðabyggðar. Þær viðræður sem fyrirtækið hafi óskað eftir við Fjarðabyggð séu fyrst og fremst ætlaðar til að kanna hvaða þjónustu sé þar að fá.

Lesa meira

Fjarðabyggð og Fljótsdalshérað í aðlögunarferli út af skuldum

fljotsdalsherad fjarmalafundur nov12 0005 webStærstu sveitarfélögin á Austurlandi, Fjarðabyggð og Fljótsdalshéraðs, eru bæði á vöktunarlista Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga út af skuldum. Gert er ráð fyrir að skuldir þeirra verði komnar undir 200% af veltu árið 2019.

Lesa meira

Vilhjálmur: Seyðfirðingar hafa ekkert heyrt frá Smyril Line

vilhjalmur jonsson sfk mai12Vilhjálmur Jónsson, bæjarstjóri Seyðisfjarðarkaupstaða, segir forsvarsmenn bæjarins ekkert hafa heyrt frá skipafélaginu Smyril Line, móðurfélagi Norrænu, um hvert markmið þeirra með viðræðum við fulltrúa nágrannasveitarfélagsins Fjarðabyggðar sé.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar