Norðfjarðará braut sér leið inn í ruslagryfju

Landeigandi á Norðfirði hefur fengið frest til að taka til eftir sig eftir að Norðfjarðará braut sér leið inn í ruslagryfju á landi hans þannig að rusl flæddi út í ána. Óheimilt er að urða úrgang annars staðar en á á viðurkenndum urðunarstöðum.

Lesa meira

Bergþóra leiðir H-lista

Bergþóra Birgisdóttir, matráður, skipar fyrsta sætið á lista Samtaka um samvinnu og lýðræði sem er nýtt framboð í Djúpavogshreppi.

Lesa meira

„Við höfum gríðarleg vannýtt tækifæri“

„Að mínu mati er það mjög aðkallandi fyrir íslenska ferðaþjónustu að lagður verði meiri kraftur í að færa hana frekar í átt að sjálfbærni,“ segir Fáskrúðsfirðingurinn Daði Már Steinsson, en hann hlaut nýlega verðlaun fyrir framúrskarandi lokaverkefni til BS-gráðu í ferðamálafræði við Háskóla Íslands, ásamt samnemanda sínun Grétari Inga Erlendssyni.

Lesa meira

Sigríður oddviti B-listans

Sigríður Bragadóttir, fyrrverandi bóndi að Síreksstöðum í Vopnafirði, leiðir B-lista Framsóknarflokks og óháðra í sveitarstjórnarkosningunum í vor.

Lesa meira

Ábúendur á Starmýri I fengu Landgræðsluverðlaunin

Guðmundur Eiríksson og Sigrún Snorradóttir, bændur á Starmýri I í Álftafirði, hluti Landgræðsluverðlaunin þegar þau voru afhent fyrir skemmstu. Þau hafa ræktað upp mela á svæðinu í yfir tuttugu ár.

Lesa meira

„Viljum fara aftur og kanna hvort fleiri minjar leynist undir sverði“

„Auk betri forsenda til fornleifarannsókna verður til ríkulegur efniviður með fornleifaskráningu sem hægt er að vinna með til að kynna sögu hvers svæðis og sérstöðu þess þegar kemur að fornminjum,“ segir Kristborg Þórsdóttir, fornleifafræðingur hjá Fornleifastofnun Íslands, sem vinnur nú ásamt Stefáni Ólafssyni að skráningu fornminja á Búlandsnesi við Djúpavog.

Lesa meira

Hannes Karl oddviti Miðflokksins á Fljótsdalshéraði

Hannes Karl Hilmarsson, verkstjóri hjá Samskipum á Egilsstöðum og Hrefna Hlín Sigurðardóttir, grunnskólakennari, skipa efstu sætin á lista Miðflokksins á Fljótsdalshéraði fyrir kosningarnar í vor.

Lesa meira

Stefán Grímur leiðir Betra Sigtún

Stefán Grímur Rafnsson, oddviti Vopnafjarðarhrepps, leiðir framboð Betra Sigtúns á Vopnafirði sem býður nú fram í annað sinn.

Lesa meira

Nýsköpunarmiðstöð lokar á Austurlandi

Starfsstöð Nýsköpunarmiðstöð Íslands á Djúpavogi, þeirri einu í fjórðungnum, var lokað um síðustu mánaðarmót. Stofnunin segir að starfsstöðin hafi verið tímabundin ráðstöfun til að mæta áföllum í atvinnulífi staðarins.

Lesa meira

Vilhjálmur efstur hjá Framsóknarflokki

Vilhjálmur Jónsson, bæjarstjóri, er efstur á lista B lista Framsóknarfélags Seyðisfjarðar og frjálslyndra fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor.

Lesa meira

Bjartur oddviti Samfylkingarinnar á Vopnafirði

Bjartur Aðalbjörnsson, leiðbeinandi og varaþingmaður, leiðir lista Samfylkingarinnar á Vopnafirði fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. Flokkurinn býður þar í fyrsta sinn fram undir eigin nafni.

Lesa meira

„Rétt að aðstæður eru með öllu óviðeigandi“

Íbúðalánasjóður hefur lýst vilja til að kaupa eign íbúðareiganda á Stöðvarfirði sem á hluta af húsi á móti sjóðnum. Sjóðurinn hefur ekki sinnt viðhaldi í áraraðir en virðist hafa tekið sér eftir umfjöllun fjölmiðla.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.