Fáir í salnum sem aldrei höfðu farið í andaglas

Forláta borð til að spila andaglas á var meðal þeirra gripa sem sýndir voru á Eiðum um helgina í tilefni þess að 100 ár voru liðin frá því að Alþýðuskólinn var settur í fyrsta sinn. Ýmsar sögur eru til frá fyrrum nemendum skólans af skilaboðum anda sem komu sér fyrir í glösunum.

Lesa meira

Lína Langsokkur er táknmynd hinnar sterku stelpu

Æfingar á Línu Langsokk eftir Astrid Lindgren eru nú í fullum gangi hjá Leikfélagi Fljótdalshéraðs. Það fer að líða að frumsýningu en hún verður 5. Október.

Lesa meira

Tökulið Clooney lenti á Egilsstöðum

Þota með kvikmyndatökuliði sem starfa mun við gerð nýjustu myndar George Clooney lenti á Egilsstaðaflugvelli í gær. Annasamt hefur verið á vellinum síðustu daga.

Lesa meira

Sótti sjó í fjörðinn, fór á Youtube og sló inn: How to make salt

Birkir Helgason lenti í bílslysi fyrir nokkrum árum og var ráðlagt af lækni að leita sér að öðrum starfsvettvangi. Hann starfaði áður sem kokkur en leitaði ekki langt yfir skammt heldur út í fjörð. Þar nældi hann sér í sjó. Hann framleiðir nú salt með þremur bragðtegundum og var að bæta við kryddsmjöri í vöruúrval sitt.

Lesa meira

Minnast mótunaráranna á Eiðum

Haldið verður upp á það um helgina að 100 ár eru síðan Alþýðuskólinn á Eiðum var settur í fyrsta sinn. Sérstök áhersla verður á tónlist í dagskrá helgarinnar auk þess sem þar verður frumsýnd heimildamynd um sögu skólans.

Lesa meira

„Bjóst ekki við að selja fyrir svona mikið“

Árný Birna Eysteinsdóttir, tíu ára, afhenti í síðustu viku Krabbameinsfélagi Austurlands hátt í 150 þúsund krónur sem hún safnaði til styrktar félaginu með að selja muni sem hún hafði perlað.

Lesa meira

Spyr börnin í danskennslunni hvað amma þeirra heitir

Þrjátíu ár eru í haust liðin síðan Dansskóli Guðrúnar Smára í Neskaupstað tók til starfa. Guðrún hefur á þessum tíma kennt fleiri en einni kynslóð Austfirðinga að dansa og er enn að undir merkjum skólans.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar