

„Nú hef ég fleiri tilefni til að halda góð partý“
Hildur Karen Sveinbjarnardóttir frá Seyðisfirði hefur verið áberandi að undanförnu sem eitt af andlitunum í landssöfnun Krafts, stuðningsfélags ungs fólks sem greinst hefur með krabbamein. Hildur Karen greindist með bráðahvítblæði í nóvember 2016, þá 31 árs gömul. Tveimur vikum eftir að hún byrjaði að finna fyrir einkennum var hún komin í meðferð sem lauk í lok júlí.
Kominn tími á Austurland í ísklifri
„Við klifrum í fjöllum, giljum, fossum og bara þar sem er nógu bratt,“ segir Sigurður Ýmir Richter, stjórnarmaður í Íslenska Alpaklúbbnum, en tæplega fimmtíu manns á vegum klúbbsins munu leggja stund á ísklifur víðsvegar um Breiðdalinn alla helgina.
Markmiðið er ekki að komast til Hollywood
„Frakkarnir sögðu meira að segja að myndin væri samsvarandi fyrir mörg lítil samfélög í Frakklandi og sú speglun er mjög skemmtileg,“ segir Karna Sigurðardóttir, en heimildarmynd hennar, 690 Vopnafjörður var sýnd á alþjóðlegu kvikmyndahátíðommi FIPA í Frakklandi á dögunum.
Útsvar: Hversu vel þekkja þau andstæðinginn?
Stórslagur verður í kvöld þegar Fjarðabyggð og Fljótsdalshérað mætast í annarri umferð Útsvars. Af því tilefni fáum við einn keppanda úr hvoru liði til þess að svara spurningum í yfirheyrslu vikunnar, auk þess sem þeir svara sömu spurningum um keppinautinn.
„Ég var alltaf að reyna að vera eitthvað annað en ég var"
„Ég fór að leita í mat til að deyfa mig, það var tólið sem ég notaði,“ segir Norðfirðingurinn Arna Vilhjálmsdóttir, sem kom, sá og sigraði Biggest Loser keppnina á Íslandi í vetur. Í dag er Arna á góðum stað, en hún var í einlægu viðtali í Austurglugga síðustu viku.„Mér fannst ég komin í einhverjar fullorðins-aðstæður“
„Þetta er frábær reynsla sem ég vildi ekki vera án, algert túrbónámskeið,“ segir Agnes Ársælsdóttir, útskriftarnemi í myndlistardeild Listaháskóla Íslands, en sýningin Allar leiðir slæmar opnar í Skaftfelli á morgun, laugardag.
„Viljum að stelpur séu frekar, hafi hátt og skapi sér pláss“
„Við ætlum að leyfa okkur að einblína á stelpur að þessu sinni en vonandi vinnum við með aðra hópa í framhaldinu,“ segir Kristín Atladóttir, forstöðumaður Menningarmiðstöðvar Fljótsdalshéraðs, en í febrúar verður fyrsta námskeið í námskeiðaröðinni Stelpur skapa í Sláturhúsinu á Egilsstöðum.