Fyrsti þáttur raunveruleikaþáttanna Biggest Loser Ísland var sýndur á Skjá einum í gærkvöldi, en þar er Eskfirðingurinn Pétur Marinó Fredericksson einn tólf keppenda. Pétur Marinó er í yfirheyrslu vikunnar að þessu sinni, en viðtal við hann má sjá hér.
Gísli Sigurgeirsson stýrir í kvöld sínum síðasta þætti af Glettum að austan sem verið hafa í loftinu á N4 í á fjórða ár. Hann segir að gaman hafi verið að endurnýja kynnin við gamla kunningja við gerð þáttanna.
Eskfirðingurinn Pétur Marinó Fredericksson er einn þeirra tólf keppenda sem taka þátt í þriðju þáttaröð raunveruleikaþáttarins Biggest Loser Ísland, sem hefst á Skjá einum annað kvöld.
Aðalfyrirlesarar hugmyndaþingsins voru þau Ásdís Ólsen, viðurkenndur núvitundarkennari (mindfullness) og Þórður Víkingur Friðgeirsson, verkfræðingur og stjórnendaráðgjafi, en saman fjölluðu þau um mindful aðferðafræðina og áhrif hennar í lífi og starfi fólks.
Björgvin Valur Guðmundsson á Stöðvarfirði hefur staðið í ströngu undanfarið við að koma af stað og fylgja eftir fornleifauppgreftri í Stöð á Stöðvarfirði. Hann er í yfirheyrslu vikunnar.
Þorrablótsvertíðin er við það að hefjast. Nefndarfólk situr nú fram eftir kvöldum við æfingar og annan undirbúning. Myndbönd á YouTube er meðal þess sem nefndirnar nota til að kynna blótin.