„Ég ætlaði alltaf að verða listamaður og hef teiknað og málað frá því ég var barn," segir listakonan Bylgja Lind Pétursdóttir sem búsett er á Egilsstöðum ásamt manni sínum Pétri Steini Guðmannssyni og syni þeirra, Þorvaldi Frosta Pétursyni.
„Við lofum mjög ljúfri stund og kósý stemmningu, kertaljósum og rómantík," segir söngkonan Aldís Fjóla Borgfjörð, skipuleggjandi tónleikanna Jólin heima, en þar kemur tónlistarfólki af Austurlandi fram og skapar hlýja og notalega stemningu.
Fjögur glæsileg piparkökuhús standa nú til sýnis í verslunarmiðstöðunni Molanum á Reyðarfirði. Piparkökuhúsin eru hluti af verkefni sem ungmenni úr félagsmiðstöðinni Zveskjunni á Reyðarfirði standa fyrir.