Tveir strákasönghópar eru á ferðinni um Austfirði þessa dagana. Olga Vocal Ensemble syngur á Djúpavogskirkju í kvöld og Sætabrauðsdrengirnir halda tvenna tónleika í Fáskrúðsfjarðarkirkju.
Sigríður Thorlacius og Guðmundur Óskar Guðmundsson mun leika í Havarí á Karlsstöðum í kvöld. Á Bókakaffi í Fellabæ verður útgáfuhóf ljóðskáldsins Kristian Guttesen.
Hljómsveitin Borgfjörð heldur tvenna tónleika á Austfjörðum í dag og í gær. Sveitin sendi í vetur frá sér lag sem komst á vinsældalista Rásar 2 og hefur undanfarna daga dvalið eystra og samið nýtt efni.
Söngkonan Aldís Fjóla Borgfjörð Ásgeirsdóttir er í yfirheyrslu vikunnar. Hljómsveit hennar, Borgfjörð, hélt nýverið tvenna tónleika á Austurland – en hún var stofnuð vorið 2014 og var fyrsta banda á svið á Bræðslutónleikunum í fyrra.
Listakonan Ólöf Björg Bragadóttir, betur þekkt sem Lóa, er fulltrúi Íslendinga á alþjóðlegri myndlistarsýningu sem nú stendur yfir í Marseille í Frakklandi.
„Þið voruð ekki góðir áhorfendur. Þið voruð frábær!" Með þessum orðum kvaddi sirkusstjórinn Margrét Erla Maack hamingjusama áhorfendur sýningarinnar Heima er best á Fáskrúðsfirði í gær.
Í sjoppunni Dalbotni á Seyðisfirði eru þessa dagana seld glös til styrktar björgunarsveitinni Ísólfi á Seyðisfirði. Söfnunin er í nafni Hörpu Sigtryggsdóttur, sem lést í hörmulegu bílslysi fyrr í sumar, en Harpa var starfsmaður í Dalbotni. Fyrrum vinnuveitendur hennar vilja minnast hennar með þessum hætti, en að sögn Ingu Sigurðardóttur í Dalbotni var Harpa eins og litla barn þeirra hjóna.
Árleg messa í Klyppstaðarkirkju í Loðmundarfirði verður á sunnudaginn. Listahátíðinni LungA lýkur á Seyðisfirði á morgun og í Hótel Bláfelli á Breiðdalsvík stendur yfir myndlistarsýning.