Mæðginin Berglind Leifsdóttir og Leifur Páll Guðmundsson voru meðal þeirra Austfirðinga sem fóru með aukahlutverk í þáttunum Fortitude sem RÚV frumsýnir í kvöld. Fleiri meðlimir fjölskyldunnar komu þar við sögu.
Tveir Austfirðingar eiga sæti á lista Röskvu – samtaka félagshyggjufólks við Háskóla Íslands en kosið er til stúdentaráðs í vikunni. Þriðji Austfirðingurinn er svo kosningastjóri hreyfingarinnar.
Eins og kom fram á Austurfrétt í liðinni viku er Adda Steina Haraldsdóttir nýráðin tómstunda- og forvarnafulltrúi hjá Fljótsdalshéraði. Hún er fædd og uppalin í Reykjavík en maðurinn hennar er héðan að austan, nánar tiltekið úr Jökulsárhlíð. Adda Steina tók við nýja starfinu um miðjan janúar og er nýflutt með fjölskyldu sinni í Fellabæ.
Fyrsti þáttur spennuþáttanna Fortitude, sem teknir voru upp á Austurlandi í fyrra, fær blendnar viðtökur erlendra gagnrýnenda. Söguþráðurinn er víða sagður of flókinn og losaralegur eða þáttinn beinlínis leiðinlegan á meðan aðrir hrífast af fjölbreytninni og umhverfinu.
Tökulið spennuþáttanna Ófærðar leita nú að um 80 Austfirðingum í aukahlutverk þegar atriði í þættina verða tekin upp á Seyðisfirði í næsta mánuði. Tökur á þáttunum hófust á Siglufirði í vikunni.
Sællegur og spakur hrafn lét sér fátt um finnast á meðan Hjalti Stefánsson, myndatökumaður, beindi vél sinni að honum á Eskifirði í gær. Hrafninn hoppaði um í snjóruðningi með æti sitt og gaf frá sér myndarlegt krunk til annarra hrafna sem sveimuðu um.
Fljótsdalshérað mætir Árborg í spurningakeppninni Útsvar í sjónvarpinu í kvöld. Karlalið Hattar í körfuknattleik og Þróttar í blaki spila útileiki um helgina.
Til stendur að halda tveggja daga Hreindýramessu á Fljótsdalshéraði þegar dregið verður um hreindýraleyfi eftir um mánuð. Forsvarsmaður segir markmiðið að gera hreindýraiðnaðinn á Austurlandi sýnilegri.