Austfirðingurinn Elísabet Erlendsdóttir hefur síðustu vikur unnið að þróun armbands fyrir starfsfólk á hættulegum vinnustöðum sem getur látið vita ef slys ber að hendi. Hún segir mikla þróunar- og rannsóknarvinnu vera þar að baki.
Unglingar úr félagsmiðstöðinni Ný-ung efna til tónleika í Sláturhúsinu á fimmtudagskvöld klukkan 20:00. Tilgangurinn er að safna fyrir búnaði fyrir miðstöðina.
Sýningaropnun verður á Skriðuklaustri á laugardag og fyrirlestur í kjölfarið. Myndlistarsýningin Bubbi verður opnuð kl. 14. Um er að ræða samsýningu Arons Kale og Írisar Lindar Sævarsdóttur og er hún hluti af listahátíðinni List án landamæra.
Þrír Austfirðingar hafa síðustu vikur tekið þátt í hanna nýja gerð af hækjum en verkefnið er hluti af háskólanámi þeirra. Markmiðið er að hanna hækjur sem eru á allan hátt þægilegri fyrir notendur en þær sem eru notaðar í dag.
Austfirskar Krásir – klasasamstarf matvælaframleiðenda, veitingastaða og áhugafólks um staðbundna matarmenningu blása til viðburðar á Icelandair Hótel Héraði á Egilsstöðum í dag.
Þrír listviðburðir sem tengjast hátíðinni List án landamæra verða í menningarmiðstöðinni Skaftfelli á Seyðisfirði í dag. Þátttakendur koma aðallega úr skólum.
Til stendur að framlengja skipunartíma Sannleiksnefndar sem ætlað er að fara yfir myndband Hjartar Kjerúlf af Lagarfljótsorminum og meta sönnunargildi þess. Gert er ráð fyrir að sumarið verði notað til að safna frekari gögnum og tilkynna niðurstöðurnar á Ormsteiti.
Listahátíðin List án landamæra verður sett í sjöunda sinn á Austurlandi um helgina. Hátíðin breiðir úr sér með fjölda viðburða í sex sveitarfélögum næstu tvær vikur. Lögð er áhersla á samvinnu ólíkra hópa á hátíðinni.