Austurbrú, Vinnuskóli Fjarðabyggðar ásamt útgerðarfélögunum Eskju, Loðnuvinnslunni og Síldarvinnslunni hafa efnt til samvinnuverkefnis í sumar sem gefur nemendum Vinnuskólans kost á að sækja Sjávarútvegsskóla Fjarðabyggðar.
Saga Unnsteinsdóttir, nemi í myndlist við Lasalla Collage of the Arts í Singapúr opnar í dag sýninguna Glugga í Sláturhúsinu á Egilsstöðum. Saga ólst upp í Fellabæ og á fjölskyldu þar.
Á annað hundrað gestir lögðu leið sína í Vöðlavík síðastliðinn föstudag þar sem afhjúpaður var minnisvarði í Vöðlavík í tilefni af því að 20 ár eru liðin frá tveimur fræknum björgunarafrekum þar.
Sky hefur þegar náð til baka þeirri fjárfestingu sem stöðin hefur lagt út fyrir við tökur á sjónvarpsþáttunum Fortitude. Tökum á Austurlandi lauk fyrir helgi.
Heimildamynd um Designs from Nowhere verður sýnd á heimildarmyndahátíðinni Skjaldborg á Patreksfirði um helgina. Myndin heitir „The more you know" og fjallar hún um samskipti hönnuðarins Max Lamb og Vilmundar Þorgrímssonar (Villa í Hvarfi) við Djúpavog haustið 2013.
Gary Copsey, þyrluflugmaður, kom færandi hendi til Fjarðabyggðar því hann hafði í farteskinu módel af Sikorsky HH 60-G Pave Hawk, sem þyrlusveit bandaríska hersins notaði hér á landi frá árinu 1990 þar til hún var flutt til Bretlands árið 2006, og notaðar voru við björgunina í Vöðlavík. Reynsla þaðan nýttist til að betrumbæta hönnun þyrlanna.
Fjarskiptafyrirtækin Síminn og Vodafone bjóða nú upp á 4G farsímasamband á Egilsstöðum og nágrenni. Staðallinn flytur gögn hraðar heldur en fyrri farsímastaðlar. Bæði símafélögin segjast hafa sett upp fyrsta sendinn.
Vilhjálmur Einarsson, silfurverðlaunahafi í þrístökki á Ólympíuleikunum í Melbourne árið 1956 og fyrrverandi skólameistari Menntaskólans á Egilsstöðum er áttatíu ára í dag.