Um þrjú hundruð ungmenni á aldrinum 13-17 ára dvöldust á Norðfirði síðustu helgina í júní þar sem fram fór unglingalandsmót Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Lengst að komu Ísfirðingar en þeirra ferðalag tók fimmtán klukkutíma.
Karlakvartett, skipuðum nokkrum af fremstu söngvurum landsins, verður á ferð um Austfirði næstu daga. Kvartettinn skipa: Garðar Thór Cortes, Gissur Páll Gissurarson, Bergþór Pálsson og Viðar Gunnarsson. Jóhann G. Jóhannsson útsetur og leikur á píanó.
Höfundur: Garðar og Ásbjörn Eðvaldssynir • Skrifað: .
Jazzhátíð Egilsstaða á Austurlandi var haldin í 25. skipti í lok júní. Fram komu fjölmargir tónlistarmenn hvaðanæva af landinu. Austurfrétt leit við á hátíðinni.
Ungur rostungur sást í fjörunni neðan við Skálanes í Seyðisfirði á sunnudagsmorgun. Staðarhaldari segir að rostungurinn sé ekki sá sami og sást á Austfjörðum í júní.
Hinir árlegu hernámsdagar voru haldnir á Reyðarfirði síðustu helgina í júní. Að venju var margt til gamans gert, farið í hernámsgöngu og hertrukkar, dátar, faukur og fínar frúr settu svip sinn á bæinn.
Tónlistarhátíðin Eistnaflug var haldin í níunda skipti í Neskaupstað um síðustu helgi. Alls sóttu um 1700 gestir hátíðina ár og er hún því sú fjölmennasta til þessa.
Næstu tvær helgar mun hljómsveitin Dægurlagadraumar troða upp með tilheyrandi stemningu og huggulegheitum á þremur stöðum á Austurlandi. Mjóifjörður verður fyrsti viðkomustaðurinn í ferðinni.
Þegar farið er á sýningu hjá „tilraunaleikhúsi“ ætti maður ekki að verða hissa á að um óhefðbundið verk er að ræða, né undrast að sýningin byrjar á því að áhorfendur eru leiddir út úr leikhúsinu. En maður gerir það nú samt.
Nóg verður um að vera á Stöðvarfirði um helgina því á morgun hefst þar hæfileikahátíðin Pólar. Um leið verður sjálfbæra bæjarhátíðin Maður er manns gaman haldin.